Lífið

Framleiðir mynd með Hollywood-stjörnum

Hildur Líf (lengst til hægri) leikur lítið hlutverk í kvikmyndinni Svartur á leik en nafn hennar var óvænt dregið inn í hið svokallaða Black Pistons-mál. Þórir Snær segir það stundum skrýtið hvernig raunveruleikinn og skáldskapurinn skarast.
Hildur Líf (lengst til hægri) leikur lítið hlutverk í kvikmyndinni Svartur á leik en nafn hennar var óvænt dregið inn í hið svokallaða Black Pistons-mál. Þórir Snær segir það stundum skrýtið hvernig raunveruleikinn og skáldskapurinn skarast.
„Við virðumst hafa hitt naglann með þessu hlutverkavali og höfum verið með puttann á púlsinum. Svartur á leik er alvöru,“ segir Þórir Snær Sigurjónsson kvikmyndaframleiðandi.

Frásögn DV af vitnisburði fyrirsætunnar Hildar Lífar í Héraðsdómi Reykjavíkur í svokölluðu Black Pistons-máli vakti mikla athygli í gær. Mikið hefur verið fjallað um réttarhöldin enda bera þau vott um sívaxandi hörku og nánast sjúklegt ofbeldi í undirheimum Reykjavíkur en tveimur mönnum er gefið að sök að hafa beitt þriðja aðila óhugnanlegu ofbeldi. Hildi Líf bregður hins vegar einnig fyrir í kvikmyndinni Svartur á leik sem Þórir Snær framleiðir og byggir á samnefndri bók Stefáns Mána um undirheima Reykjavíkur við aldamótin.

Þórir segir þetta hrikalega tilviljun en svona geti raunveruleikinn og skáldskapurinn stundum skarast. Þórir hefur næg verkefni á sinni könnu því á skipulaginu er kvikmyndin Only God Forgives sem Cannes-verðlaunahafinn Nicholas Winding Refn leikstýrir. „Við höfum gert tvær myndir saman, Bronson og Valhalla Rising, og Nicholas er líka einn af framleiðendum Svartur á leik,“ segir Þórir en meðal annarra framleiðenda eru breska stórstjarnan Kristin Scott Thomas og Hollywood-sjarmörinn Ryan Gosling. Þau tvö munu jafnframt leika aðalhlutverkin í myndinni sem Þórir kýs að lýsa sem „ofbeldislist“.-fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.