Hægðalosandi lyf unnið úr þorskalýsi 1. mars 2011 03:30 Orri Þór Ormarson Lýsi Lyfið er unnið úr þorskalýsi. Farið er nýjar leiðir við að fullnýta íslenskar sjávarafurðir.Fréttablaðið/Stefán Íslenska sprotafyrirtækið Lipid Pharmaceuticals (LP) vinnur nú að þróun lyfs gegn hægðatregðu í samvinnu við Lýsi hf. Lyfið er í formi endaþarmsstíla en grunnhráefnið í lyfinu er íslenskt þorskalýsi. Að sögn Orra Þórs Ormarssonar, læknis og aðalrannsakanda verkefnisins, eru farnar nýjar leiðir í fullvinnslu íslenskrar sjávarafurðar og verðmætasköpunar. „Lýsi er með fríum fitusýrum í sér sem hefur sýnt sig að hafa veiru- og bakteríudrepandi áhrif. Upprunalegi tilgangurinn var að meðhöndla gyllinæð og aðra bólgusjúkdóma í endaþarmi. Stíllinn reyndist nokkuð óvænt hafa hægðalosandi áhrif í prófunum á fólki og ákveðið var að rannsaka það betur,“ segir Orri LP er sprottið upp úr samvinnu starfsmanna Háskóla Íslands og Landspítalans, en rannsóknarvinna hófst fyrir sjö árum. Hjá fyrirtækinu starfa þrír í hlutastarfi, en fleiri koma að verkefninu. Lýsi hf. er stór hluthafi í sprotafyrirtækinu, en Tækniþróunarsjóður og AVS, rannsóknarsjóður í sjávarútvegi, hafa einnig stutt verkefnið. Markmið fyrirtækisins er að þróa, skrá og markaðssetja, bæði hér á landi og erlendis, fyrsta frumlyfið sem þróað hefur verið á Íslandi. „Vonast er til að lyfið komist á markað á Íslandi árið 2013 og geti skapað tekjur og sparað innflutning á sambærilegum erlendum lyfjum,“ segir Orri. Orri segir lyfið vera í öðru stigi rannsókna og niðurstaðna sé að vænta í vor. „Ef niðurstöður eru jákvæðar er hægt að hefja þriðja og síðasta stig rannsóknarinnar. Það er mikil vinna og sækja þarf um öll tilheyrandi leyfi, en miklar gæðakröfur eru í lyfjarannsóknum á fólki og framleiðslu lyfja.“ Orri segir lyfjaþróun vera almennt dýra. Framleiðsla lyfja geti kostað frá 60 milljónum til 250 milljarða króna en fyrirtækið hefur reynt að þróa lyfið með talsvert minni kostnaði en þekkist annars staðar. „Við höfum reynt að nýta okkur þá þekkingu sem er til staðar hér á landi hjá Lýsi hf., háskólanum og sjúkrahúsum. Einnig er hugsanlegt að fá erlend lyfjafyrirtæki til að taka þátt í síðasta hluta rannsóknarinnar,“ segir Orri. Fleiri hugmyndir eru um vinnslu lyfja og skyldra vara úr þorskalýsi hjá fyrirtækinu. „Byrjað er að þróa græðandi smyrsli sem hugsanlega verður markaðssett sem náttúruafurð. Einnig á eftir að skoða betur veiru- og bakteríudrepandi áhrif þorskalýsisins,“ segir Orri. - jtó Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Lýsi Lyfið er unnið úr þorskalýsi. Farið er nýjar leiðir við að fullnýta íslenskar sjávarafurðir.Fréttablaðið/Stefán Íslenska sprotafyrirtækið Lipid Pharmaceuticals (LP) vinnur nú að þróun lyfs gegn hægðatregðu í samvinnu við Lýsi hf. Lyfið er í formi endaþarmsstíla en grunnhráefnið í lyfinu er íslenskt þorskalýsi. Að sögn Orra Þórs Ormarssonar, læknis og aðalrannsakanda verkefnisins, eru farnar nýjar leiðir í fullvinnslu íslenskrar sjávarafurðar og verðmætasköpunar. „Lýsi er með fríum fitusýrum í sér sem hefur sýnt sig að hafa veiru- og bakteríudrepandi áhrif. Upprunalegi tilgangurinn var að meðhöndla gyllinæð og aðra bólgusjúkdóma í endaþarmi. Stíllinn reyndist nokkuð óvænt hafa hægðalosandi áhrif í prófunum á fólki og ákveðið var að rannsaka það betur,“ segir Orri LP er sprottið upp úr samvinnu starfsmanna Háskóla Íslands og Landspítalans, en rannsóknarvinna hófst fyrir sjö árum. Hjá fyrirtækinu starfa þrír í hlutastarfi, en fleiri koma að verkefninu. Lýsi hf. er stór hluthafi í sprotafyrirtækinu, en Tækniþróunarsjóður og AVS, rannsóknarsjóður í sjávarútvegi, hafa einnig stutt verkefnið. Markmið fyrirtækisins er að þróa, skrá og markaðssetja, bæði hér á landi og erlendis, fyrsta frumlyfið sem þróað hefur verið á Íslandi. „Vonast er til að lyfið komist á markað á Íslandi árið 2013 og geti skapað tekjur og sparað innflutning á sambærilegum erlendum lyfjum,“ segir Orri. Orri segir lyfið vera í öðru stigi rannsókna og niðurstaðna sé að vænta í vor. „Ef niðurstöður eru jákvæðar er hægt að hefja þriðja og síðasta stig rannsóknarinnar. Það er mikil vinna og sækja þarf um öll tilheyrandi leyfi, en miklar gæðakröfur eru í lyfjarannsóknum á fólki og framleiðslu lyfja.“ Orri segir lyfjaþróun vera almennt dýra. Framleiðsla lyfja geti kostað frá 60 milljónum til 250 milljarða króna en fyrirtækið hefur reynt að þróa lyfið með talsvert minni kostnaði en þekkist annars staðar. „Við höfum reynt að nýta okkur þá þekkingu sem er til staðar hér á landi hjá Lýsi hf., háskólanum og sjúkrahúsum. Einnig er hugsanlegt að fá erlend lyfjafyrirtæki til að taka þátt í síðasta hluta rannsóknarinnar,“ segir Orri. Fleiri hugmyndir eru um vinnslu lyfja og skyldra vara úr þorskalýsi hjá fyrirtækinu. „Byrjað er að þróa græðandi smyrsli sem hugsanlega verður markaðssett sem náttúruafurð. Einnig á eftir að skoða betur veiru- og bakteríudrepandi áhrif þorskalýsisins,“ segir Orri. - jtó
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira