Hægðalosandi lyf unnið úr þorskalýsi 1. mars 2011 03:30 Orri Þór Ormarson Lýsi Lyfið er unnið úr þorskalýsi. Farið er nýjar leiðir við að fullnýta íslenskar sjávarafurðir.Fréttablaðið/Stefán Íslenska sprotafyrirtækið Lipid Pharmaceuticals (LP) vinnur nú að þróun lyfs gegn hægðatregðu í samvinnu við Lýsi hf. Lyfið er í formi endaþarmsstíla en grunnhráefnið í lyfinu er íslenskt þorskalýsi. Að sögn Orra Þórs Ormarssonar, læknis og aðalrannsakanda verkefnisins, eru farnar nýjar leiðir í fullvinnslu íslenskrar sjávarafurðar og verðmætasköpunar. „Lýsi er með fríum fitusýrum í sér sem hefur sýnt sig að hafa veiru- og bakteríudrepandi áhrif. Upprunalegi tilgangurinn var að meðhöndla gyllinæð og aðra bólgusjúkdóma í endaþarmi. Stíllinn reyndist nokkuð óvænt hafa hægðalosandi áhrif í prófunum á fólki og ákveðið var að rannsaka það betur,“ segir Orri LP er sprottið upp úr samvinnu starfsmanna Háskóla Íslands og Landspítalans, en rannsóknarvinna hófst fyrir sjö árum. Hjá fyrirtækinu starfa þrír í hlutastarfi, en fleiri koma að verkefninu. Lýsi hf. er stór hluthafi í sprotafyrirtækinu, en Tækniþróunarsjóður og AVS, rannsóknarsjóður í sjávarútvegi, hafa einnig stutt verkefnið. Markmið fyrirtækisins er að þróa, skrá og markaðssetja, bæði hér á landi og erlendis, fyrsta frumlyfið sem þróað hefur verið á Íslandi. „Vonast er til að lyfið komist á markað á Íslandi árið 2013 og geti skapað tekjur og sparað innflutning á sambærilegum erlendum lyfjum,“ segir Orri. Orri segir lyfið vera í öðru stigi rannsókna og niðurstaðna sé að vænta í vor. „Ef niðurstöður eru jákvæðar er hægt að hefja þriðja og síðasta stig rannsóknarinnar. Það er mikil vinna og sækja þarf um öll tilheyrandi leyfi, en miklar gæðakröfur eru í lyfjarannsóknum á fólki og framleiðslu lyfja.“ Orri segir lyfjaþróun vera almennt dýra. Framleiðsla lyfja geti kostað frá 60 milljónum til 250 milljarða króna en fyrirtækið hefur reynt að þróa lyfið með talsvert minni kostnaði en þekkist annars staðar. „Við höfum reynt að nýta okkur þá þekkingu sem er til staðar hér á landi hjá Lýsi hf., háskólanum og sjúkrahúsum. Einnig er hugsanlegt að fá erlend lyfjafyrirtæki til að taka þátt í síðasta hluta rannsóknarinnar,“ segir Orri. Fleiri hugmyndir eru um vinnslu lyfja og skyldra vara úr þorskalýsi hjá fyrirtækinu. „Byrjað er að þróa græðandi smyrsli sem hugsanlega verður markaðssett sem náttúruafurð. Einnig á eftir að skoða betur veiru- og bakteríudrepandi áhrif þorskalýsisins,“ segir Orri. - jtó Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Sjá meira
Lýsi Lyfið er unnið úr þorskalýsi. Farið er nýjar leiðir við að fullnýta íslenskar sjávarafurðir.Fréttablaðið/Stefán Íslenska sprotafyrirtækið Lipid Pharmaceuticals (LP) vinnur nú að þróun lyfs gegn hægðatregðu í samvinnu við Lýsi hf. Lyfið er í formi endaþarmsstíla en grunnhráefnið í lyfinu er íslenskt þorskalýsi. Að sögn Orra Þórs Ormarssonar, læknis og aðalrannsakanda verkefnisins, eru farnar nýjar leiðir í fullvinnslu íslenskrar sjávarafurðar og verðmætasköpunar. „Lýsi er með fríum fitusýrum í sér sem hefur sýnt sig að hafa veiru- og bakteríudrepandi áhrif. Upprunalegi tilgangurinn var að meðhöndla gyllinæð og aðra bólgusjúkdóma í endaþarmi. Stíllinn reyndist nokkuð óvænt hafa hægðalosandi áhrif í prófunum á fólki og ákveðið var að rannsaka það betur,“ segir Orri LP er sprottið upp úr samvinnu starfsmanna Háskóla Íslands og Landspítalans, en rannsóknarvinna hófst fyrir sjö árum. Hjá fyrirtækinu starfa þrír í hlutastarfi, en fleiri koma að verkefninu. Lýsi hf. er stór hluthafi í sprotafyrirtækinu, en Tækniþróunarsjóður og AVS, rannsóknarsjóður í sjávarútvegi, hafa einnig stutt verkefnið. Markmið fyrirtækisins er að þróa, skrá og markaðssetja, bæði hér á landi og erlendis, fyrsta frumlyfið sem þróað hefur verið á Íslandi. „Vonast er til að lyfið komist á markað á Íslandi árið 2013 og geti skapað tekjur og sparað innflutning á sambærilegum erlendum lyfjum,“ segir Orri. Orri segir lyfið vera í öðru stigi rannsókna og niðurstaðna sé að vænta í vor. „Ef niðurstöður eru jákvæðar er hægt að hefja þriðja og síðasta stig rannsóknarinnar. Það er mikil vinna og sækja þarf um öll tilheyrandi leyfi, en miklar gæðakröfur eru í lyfjarannsóknum á fólki og framleiðslu lyfja.“ Orri segir lyfjaþróun vera almennt dýra. Framleiðsla lyfja geti kostað frá 60 milljónum til 250 milljarða króna en fyrirtækið hefur reynt að þróa lyfið með talsvert minni kostnaði en þekkist annars staðar. „Við höfum reynt að nýta okkur þá þekkingu sem er til staðar hér á landi hjá Lýsi hf., háskólanum og sjúkrahúsum. Einnig er hugsanlegt að fá erlend lyfjafyrirtæki til að taka þátt í síðasta hluta rannsóknarinnar,“ segir Orri. Fleiri hugmyndir eru um vinnslu lyfja og skyldra vara úr þorskalýsi hjá fyrirtækinu. „Byrjað er að þróa græðandi smyrsli sem hugsanlega verður markaðssett sem náttúruafurð. Einnig á eftir að skoða betur veiru- og bakteríudrepandi áhrif þorskalýsisins,“ segir Orri. - jtó
Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Sjá meira