Enski boltinn

Radosav Petrovic til sölu

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Radosav Petrovic í leik með Partizan Belgrade
Radosav Petrovic í leik með Partizan Belgrade
Partizan Belgrade segir serbneska landsliðsframherjan Radosav Petrovic vera til sölu en samkvæmt heimildum Sky Sports fréttastofunnar er enska úrvalsdeildarliðið Blackburn á eftir Petrovic.

Petrovic var við það að ganga til liðs við hollenska úrvalsdeildarliðið Vitesse Arnhem en þegar hann átti að skrifa undir fimm ára samning kom babb í bátinn og ekkert varð úr.

Petrovic er 22 ára gamall og hefur leikið með Partizan síðast liðin þrjú ár og skorað 17 mörk í 70 leikjum. Hann varð sjöundi markahæsti leikmaður serbnesku deildarinnar á síðasta tímabili með níu mörk þar sem Partizan fagnaði meistaratitlinum.

"Við höfum fengið tilboð í Petrovic og hann verður seldur," sagði Mladen Krstajic yfirmaður íþróttamála hjá Partizan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×