Gunnar Rúnar var haldinn amor insanus 1. mars 2011 11:26 Gunnar Rúnar Sigurþórsson. Dómurinn yfir Gunnari er hrollvekjandi lesning. Þar er lýsir hann því hvernig hann fór inn á heimili Hannesar og stakk hann til bana. Alls veitti hann Hannesi 20 mismunandi sár, líklegast með hnífi, sem fannst nokkrum vikum síðar. Dánarorsök Hannesar var blóðmissir vegna alvarlegra áverka á hjarta, lunga og hægra nýra. Sjálfsvíg föður yfirþyrmandi áfall Í matsgerð sálfræðinga kemur fram að sjálfsvíg föður hans, í viðurvist hans og ættingja, hafi verið yfirþyrmandi áfall fyrir Gunnar, sem þá var níu ára gamall. Þeir voru afar nánir og því hafi hið sálræna sár orðið dýpra en ella. Áfallið varð til þess að þess að hugsana- og tilfinningalíf hans hefði fests á veikbyggðu og vanþroskuðu bernskustigi. Gunnar varð félagslega einangraður í kjölfarið, en sú einangrun var rofin þegar hann kynntist unnustu Hannesar. Gunnar varð sjúklega ástfanginn af henni sem leiddi til þess að hann fór að íhuga að ryðja Hannesi frá. Í einni matsgerð sálfræðinganna kemur fram að Gunnar hafi látið undan hinum sjúka persónuleika sínum með því að safna hlutum í skottið á bílnum sínum, svo sem hanska, hníf og fleira. Með þessu tókst honum að róa niður þessa þjáningafullu baráttu með því að „heimila" hinum sjúka persónuleikaþætti vissar undirbúningsaðgerðir. Í viðtali við einn geðlækninn lýsir Gunnar því að hann hafi brosað rétt áður en hann fór inn á heimili Hannesar til þess að myrða hann. Gunnar hafi upplifað sælu og kvöl á sama tíma. Kyssti unnustuna eftir morðið Svo lýsir hann sjálfur hvernig hann bar sig að þegar hann var kominn inn í íbúðina hans Hannesar. Við vörum við lýsingunum en þær eru ekki fyrir viðkvæma: „Ég stóð þar í smá stund, ég held að ég hafi staðið þarna í nokkrar mínútur og svo og svo stakk ég hann beint í bringuna. Ég stakk hann tvisvar og svo rauk hann upp, byrjaði að hlaupa út um hurðina og svo ég stakk hann í hálsinn og hann datt fram fyrir sig og ég stakk hann síðan í bakið." Gunnar kvaðst hafa hlaupið út um bílskúrinn og aftur að ljósastaur, þar sem hann hefði tekið af sér húfu og poka af fótunum. Einn pokann hefði hann notað til að setja dótið sitt í. Svo gekk hann aftur að bíl sínum, setti úlpuna og pokann í skottið og keyrði í burtu. Hann hefði svo farið að bryggjunni í Hafnarfirði og hent pokanum og úlpunni undir bryggjuna. Gunnar sagði að hann hefði verið hágrenjandi, ráfað um bryggjuna og svo keyrt heim til sín. Þegar þangað var komið hafi hann náð í poka, sett buxur sínar í hann og úlpuna. Hann hefði því næst farið út og gengið að Eyrarholti og hent pokanum í ruslatunnu. Hann hefði svo farið heim til sín þar sem Hildur [unnusta Hannesar] lá sofandi. Hann kvaðst hafa kysst hana á munninn og svo farið fram og lagst í sófa. Gunnar sagði að hann hefði grátið og grátið og ekkert getað sofið. Gunnar var tvívegis handtekinn vegna málsins. Í seinna skiptið, um tveimur vikum eftir verknaðinn, var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald. Skömmu síðar játaði hann morðið. Gunnari er gert að greiða foreldrum Hannesar 1800 þúsund krónur. Unnustunni skal hann greiða 1200 þúsund krónur en hann hafnaði bótakröfu hennar upphaflega. Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Dómsmál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira
Dómurinn yfir Gunnari er hrollvekjandi lesning. Þar er lýsir hann því hvernig hann fór inn á heimili Hannesar og stakk hann til bana. Alls veitti hann Hannesi 20 mismunandi sár, líklegast með hnífi, sem fannst nokkrum vikum síðar. Dánarorsök Hannesar var blóðmissir vegna alvarlegra áverka á hjarta, lunga og hægra nýra. Sjálfsvíg föður yfirþyrmandi áfall Í matsgerð sálfræðinga kemur fram að sjálfsvíg föður hans, í viðurvist hans og ættingja, hafi verið yfirþyrmandi áfall fyrir Gunnar, sem þá var níu ára gamall. Þeir voru afar nánir og því hafi hið sálræna sár orðið dýpra en ella. Áfallið varð til þess að þess að hugsana- og tilfinningalíf hans hefði fests á veikbyggðu og vanþroskuðu bernskustigi. Gunnar varð félagslega einangraður í kjölfarið, en sú einangrun var rofin þegar hann kynntist unnustu Hannesar. Gunnar varð sjúklega ástfanginn af henni sem leiddi til þess að hann fór að íhuga að ryðja Hannesi frá. Í einni matsgerð sálfræðinganna kemur fram að Gunnar hafi látið undan hinum sjúka persónuleika sínum með því að safna hlutum í skottið á bílnum sínum, svo sem hanska, hníf og fleira. Með þessu tókst honum að róa niður þessa þjáningafullu baráttu með því að „heimila" hinum sjúka persónuleikaþætti vissar undirbúningsaðgerðir. Í viðtali við einn geðlækninn lýsir Gunnar því að hann hafi brosað rétt áður en hann fór inn á heimili Hannesar til þess að myrða hann. Gunnar hafi upplifað sælu og kvöl á sama tíma. Kyssti unnustuna eftir morðið Svo lýsir hann sjálfur hvernig hann bar sig að þegar hann var kominn inn í íbúðina hans Hannesar. Við vörum við lýsingunum en þær eru ekki fyrir viðkvæma: „Ég stóð þar í smá stund, ég held að ég hafi staðið þarna í nokkrar mínútur og svo og svo stakk ég hann beint í bringuna. Ég stakk hann tvisvar og svo rauk hann upp, byrjaði að hlaupa út um hurðina og svo ég stakk hann í hálsinn og hann datt fram fyrir sig og ég stakk hann síðan í bakið." Gunnar kvaðst hafa hlaupið út um bílskúrinn og aftur að ljósastaur, þar sem hann hefði tekið af sér húfu og poka af fótunum. Einn pokann hefði hann notað til að setja dótið sitt í. Svo gekk hann aftur að bíl sínum, setti úlpuna og pokann í skottið og keyrði í burtu. Hann hefði svo farið að bryggjunni í Hafnarfirði og hent pokanum og úlpunni undir bryggjuna. Gunnar sagði að hann hefði verið hágrenjandi, ráfað um bryggjuna og svo keyrt heim til sín. Þegar þangað var komið hafi hann náð í poka, sett buxur sínar í hann og úlpuna. Hann hefði því næst farið út og gengið að Eyrarholti og hent pokanum í ruslatunnu. Hann hefði svo farið heim til sín þar sem Hildur [unnusta Hannesar] lá sofandi. Hann kvaðst hafa kysst hana á munninn og svo farið fram og lagst í sófa. Gunnar sagði að hann hefði grátið og grátið og ekkert getað sofið. Gunnar var tvívegis handtekinn vegna málsins. Í seinna skiptið, um tveimur vikum eftir verknaðinn, var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald. Skömmu síðar játaði hann morðið. Gunnari er gert að greiða foreldrum Hannesar 1800 þúsund krónur. Unnustunni skal hann greiða 1200 þúsund krónur en hann hafnaði bótakröfu hennar upphaflega.
Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Dómsmál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira