Erlent

Þrjátíu og tveir fórust í lestarslysi í Kína

Frá vettvangi
Frá vettvangi Mynd/AFP
Að minnsta kosti 32 eru látni eftir lestarslys í austur kína á laugardag. Rafmagnsbilun olli því viðvörunarkerfi virkuðu ekki sem skildi. Hraðlest stöðvaðist á teinunum og önnur lest sem kom aðvífandi skall á henni með þeim afleiðingum að fjórir lestarvagnar féllu niður af bryggju. Auk þeirra þrjátíu og tveggja sem létust voru tvö hundruð fluttir slasaðir á spítala.

Rafmagnbilunin varð af völdum eldingar. Lestarvagnarnir féllu um tuttugu til þrjátíu metra niður af brúnni. Öryggismál í kínverska lestarkerfinu hafa verið harðlega gagnrýnd síðustu mánuði eftir röð óhappa og slysa.

Mútumál meðal hátt settra starfsmanna hafa komið upp og var ráðherra lestarmála í Kína rekinn í febrúar. Þá hafa rafmagnsbilanir verið tíðar og farþegar þurft að dúsa í loftlausum lestarvögnum klukkustundum saman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×