Enski boltinn

Ferguson ætlar ekki að kaupa mann í stað Scholes

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Scholes og Neville eru báðir hættir. Þeir eiga hér eftirminnilega stund gegn City.
Scholes og Neville eru báðir hættir. Þeir eiga hér eftirminnilega stund gegn City.
Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, segist ekki ætla að kaupa nýjan miðjumann í stað Paul Scholes. Ferguson segir að leikmannakaupum sínum sé lokið í sumar.

United hefur verið duglegt á markaðnum en flestir bjggust við því að Fergie myndi kaupa mann fyrir Scholes. Af því verður ekki.

United reyndi við menn eins og Samir Nasri og Luka Modric og svo var lengi slúðrað um að félagið ætlaði að kaupa Wesley Sneijder. Ekkert af því gekk eftir.

"Við erum alltaf að leita að gæðaleikmönnum. Við munum byrja tímabilið með þennan hóp og ég er ánægður með hann," sagði Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×