Lífið

Engar ballöður á plötu Foo Fighters

Foo Fighters Upptökum er lokið á sjöundu hljóðversplötu Foo Fighters og kemur hún út í vor. Nordicphotos/Getty
Foo Fighters Upptökum er lokið á sjöundu hljóðversplötu Foo Fighters og kemur hún út í vor. Nordicphotos/Getty
Upptökum á sjöundu hljóðvers­plötu Foo Fighters er lokið og að sögn forsprakkans, Daves Grohl, er útkoman verulega kraftmikil. Platan var tekin upp í bílskúrnum heima hjá Grohl og er væntanleg í vor. „Það eru ellefu lög á plötunni og þarna er ekki ein svefndrukkin ballaða,“ sagði Grohl.

Upptökur hófust í september en síðasta plata Foo Fighters, Echoes, Silence, Patience & Grace, kom út 2007. Upptökustjóri var Butch Vig sem tók upp Nevermind, meistarastykki Nirvana, fyrrum sveitar Grohls. „Butch segist ekki hafa skemmt sér eins vel við gerð neinnar plötu á ævinni og það eru ansi margar plötur,“ bætti Grohl við.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.