Handbolti

Ólafur: Sumir tóku svefntöflur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Ólafur Stefánsson segir að sumir leikmenn íslenska landsliðsins hafi þurft svefntöflur til að sofna eftir leikinn gegn Austurríki í fyrrakvöld.

Þetta sagði hann í samtali við Hörð Magnússon, íþróttafréttamann sem staddur er í Linköping, í gær.

Ísland vann Austurríki á þriðjudagskvöldið í dramatískum leik eftir að hafa verið fimm mörkum undir í hálfleik. Ísland hefur unnið alla leiki sína í riðlinum til þessa og mætir Noregi í kvöld.

„Við þurfum að halda vörninni góðri eins gegn Noregi og hún hefur verið. Okkar höfuðverkur er sóknarleikurinn og mikið sem vantar upp á þar. Viðo þurfum því að gera allt sem við gerum vel enn betur.“

„Við munum svo koma með þrjú ný kerfi sem ætti að henta vel á móti þeim.“

Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×