Innlent

Yfirheyrslum að ljúka - ekki farið fram á gæsluvarðhald

Samkvæmt Ólafi Þór Haukssyni, sérstökum saksóknara, eru yfirheyrslur ennþá í fullum gangi en búist er við að þeim fari að ljúka á næstu klukkutíma. Eins og sakir standa nú, verður ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim sem yfirheyrðir hafa verið í dag.

Verið er að yfirheyra fyrrum starfsmenn Landsbankans vegna millifærslna á stórum fjárhæðum af reikningum Landsbankans í Seðlabanka Íslands fyrir á reikninga í MP banka og hjá Straumi.

Þá er einnig verið að yfirheyra Stefán Héðinn Stefánsson, fyrrverandi forstöðumann Landsvaka, vegna kaup Landsbankans á verðbréfum af sjóðum Landsvaka eftir lokun sjóðanna sem áttur sér stað 6. október 2008. Stefán Héðinn var handtekinn í morgun.

Grunur leikur á að millifærslurnar til MP banka og Straums hafi verið gerðar daginn sem neyðarlögin voru sett.

Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Sigurjón Þ. Árnason, fyrrum bankastjóri Landsbankans, verið yfirheyrður í dag en hann er í gæsluvarðhaldi til 25. janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×