Lífið

Halle Berry reið barnsföður sínum

Halle Berry er ekki sátt við að barnsfaðir hennar, Gabriel Aubry, hitti aðrar frægar konur.
nordicphotos/getty
Halle Berry er ekki sátt við að barnsfaðir hennar, Gabriel Aubry, hitti aðrar frægar konur. nordicphotos/getty

Leikkonan Halle Berry mun vera afskaplega stjórnsöm ef marka má frétt sem birt var á vefsíðunni Radaronline.com. Berry vill til að mynda ekki að fyrrum sambýlismaður hennar, Gabriel Aubry, fari á stefnumót með frægum konum þrátt fyrir að hún sé sjálf í sambandi með franska leikaranum Oliver Martinez.

„Ef Gabriel gerir ekki nákvæmlega það sem Halle segir honum að gera verður hún óð og öskrar á hann. Halle er mjög skapstór og stjórnsöm á bak við tjöldin," var haft eftir heimildarmanni.

„Halle vill alls ekki að hann fari á opinber stefnumót og vill helst að hann hitti óþekktar konur, ekki aðrar stjörnur. Hún gaf honum úrslitakost, annað hvort hættir hann að hitta konur sem munu draga athygli að honum eða hann heldur friðinn á milli þeirra tveggja. Gabriel óttast að ef hann heldur Halle ekki góðri að þá fái hann ekki að hitta dóttur sína eins oft og hann langar til," sagði heimildarmaðurinn sem ber Berry ekki góða söguna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×