Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. október 2024 14:03 Ólafur Egill, Vala og Laddi hafa unnið náið saman að handriti verksins. „Við ætlum að segja sögu Ladda. Þetta er ævisöguleikrit eins og Elly og Níu líf og Ásta og karakterar og persónur Ladda þær halda svolítið á því að segja söguna. Þannig við fáum að sjá Ladda á sviðinu hitta Eirík Fjalar, Dengsa, Hallgrím, Mófreð.“ Þetta segja þau Ólafur Egill Egilsson og Vala Kristín Eiríksdóttir höfundar nýrrar stórsýningar Borgarleikhússins, Þetta er Laddi. Um er að ræða fyrsta viðtalið við teymið um innblásturinn, sköpunarferlið og aðkomu Ladda að sýningunni sem og áhrif hans á íslenskan húmor en tilkynnt var í ágúst síðastliðnum að sýningin væri í bígerð. Klippa: Viðtal við handritshöfunda Þetta er Laddi „Leikhús með stóru L-i“ Í aðalhlutverkum verða Laddi og fremstu gamanleikarar Borgarleikhússins. Leikstjóri er Ólafur Egill en hann skrifaði og leikstýrði metsölusýningunni Níu líf um ævi Bubba Morthens auk þess sem hann er annar af höfundum söngleiksins Elly. „Þetta er leikhús með stóru L-i,“ segir Ólafur Egill og bætir við að öll meðöl leikhússins verði notuð til að gera gríni og tónlist Ladda skil með þeim hætti sem fólk hefur ekki séð áður. Vala Kristín tekur undir það og bætir við að sýningin verði í takt við það sem Laddi hefur verið fyrir íslensku þjóðina. „Hann er eins og flugeldasýning!“ Helstu hlutverk verða í höndum Ásthildar Úu Sigurðardóttur, Birnu Pétursdóttur, Halldórs Gylfasonar, Hákons Jóhannessonar, Kötlu Margrétar Þorgeirsdóttur, Völu Kristínar og Vilhelms Netó. „Það er eiginlega þjóðarsport að herma eftir karakterunum hans Ladda,“ segir Ólafur Egill „og nú fáum við að sjá landsins bestu leikara spreyta sig á því.“ Einnig mun stíga á stokk hljómsveit undir stjórn Jóns Ólafssonar og ekki má gleyma Ladda sjálfum sem fær nú í fyrsta sinn tækifæri til að hitta þær fjölmörgu persónur sem hann hefur skapað í gegnum áratugina og eru þjóðinni svo kærar. Handritshöfundar hafa lagst í mikla heimildarvinnu og skrifað grunn að handriti sýningarinnar en jafnframt fengið Ladda sjálfan til að fylla í eyðurnar. „Laddi er alveg æðrulaus fyrir þessu,“ segir Ólafur og þau Vala Kristín lýsa hversu fallegt það er að fá að segja sögu manns sem ólst upp við erfiðar aðstæður og sneri þeim upp í gull með gleðina og grínið að leiðarljósi. Menning Leikhús Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Þetta segja þau Ólafur Egill Egilsson og Vala Kristín Eiríksdóttir höfundar nýrrar stórsýningar Borgarleikhússins, Þetta er Laddi. Um er að ræða fyrsta viðtalið við teymið um innblásturinn, sköpunarferlið og aðkomu Ladda að sýningunni sem og áhrif hans á íslenskan húmor en tilkynnt var í ágúst síðastliðnum að sýningin væri í bígerð. Klippa: Viðtal við handritshöfunda Þetta er Laddi „Leikhús með stóru L-i“ Í aðalhlutverkum verða Laddi og fremstu gamanleikarar Borgarleikhússins. Leikstjóri er Ólafur Egill en hann skrifaði og leikstýrði metsölusýningunni Níu líf um ævi Bubba Morthens auk þess sem hann er annar af höfundum söngleiksins Elly. „Þetta er leikhús með stóru L-i,“ segir Ólafur Egill og bætir við að öll meðöl leikhússins verði notuð til að gera gríni og tónlist Ladda skil með þeim hætti sem fólk hefur ekki séð áður. Vala Kristín tekur undir það og bætir við að sýningin verði í takt við það sem Laddi hefur verið fyrir íslensku þjóðina. „Hann er eins og flugeldasýning!“ Helstu hlutverk verða í höndum Ásthildar Úu Sigurðardóttur, Birnu Pétursdóttur, Halldórs Gylfasonar, Hákons Jóhannessonar, Kötlu Margrétar Þorgeirsdóttur, Völu Kristínar og Vilhelms Netó. „Það er eiginlega þjóðarsport að herma eftir karakterunum hans Ladda,“ segir Ólafur Egill „og nú fáum við að sjá landsins bestu leikara spreyta sig á því.“ Einnig mun stíga á stokk hljómsveit undir stjórn Jóns Ólafssonar og ekki má gleyma Ladda sjálfum sem fær nú í fyrsta sinn tækifæri til að hitta þær fjölmörgu persónur sem hann hefur skapað í gegnum áratugina og eru þjóðinni svo kærar. Handritshöfundar hafa lagst í mikla heimildarvinnu og skrifað grunn að handriti sýningarinnar en jafnframt fengið Ladda sjálfan til að fylla í eyðurnar. „Laddi er alveg æðrulaus fyrir þessu,“ segir Ólafur og þau Vala Kristín lýsa hversu fallegt það er að fá að segja sögu manns sem ólst upp við erfiðar aðstæður og sneri þeim upp í gull með gleðina og grínið að leiðarljósi.
Menning Leikhús Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira