Erlent

Strauss-Kahn leiddur í járnum út af lögreglustöð

Dominique Strauss-Kahn forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var leiddur í járnum út af lögreglustöð í Harlem í New York í nótt.

Upphaflega átti að úrskurða um gæsluvarðhald yfir honum í gærdag en Strauss-Kahn féllst þá á að fara í læknisskoðun til að hraða rannsókn málsins. Af þeim sökum var gæsluvarðhaldsúrskurðinum frestað þar til í dag.

Strauss-Khan er ákærður um tilraun til að nauðga herbergisþernu á hóteli í New York. Hann hefur lýst sig saklausan af þeirri ákæru.

Þernan benti á Strauss-Kahn í sakbendingu hjá lögreglunni. Þernan þykir ábyggirlegur og traustur starfsmaður hótelsins að því er segir í bandarískum fjölmiðlum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×