Innlent

Goðafoss ógnar einstökum sjávarþjóðgarði

Frá slysstað. Mynd/ NRK
Frá slysstað. Mynd/ NRK
Yfir fjögurra kílómetra breiður olíuflekkur úr Goðafossi ógnar nú tilveru Ytre Hvaler þjóðgarðarins í Östfold skerjagarðinum. Um er að ræða eina sjávarþjóðgarð heimsins en þar er að finna einstakt sjávar- og stranddýralíf.

Íbúar í nágrenni garðsins óttast hið versta. Einn þeirra segir í samtali við Verdens Gang að oft hafi litlu munað að mengunarslys hafi orðið í eða við þjóðgarðinn en nú sé slíkt að verða staðreynd.

Norska strandgæslan sé hinsvegar komin með hreinsibúnað og dælur að garðinum og vonandi takist að verja hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×