Dularfull DSB lest var gjöf til Gaddafi 18. febrúar 2011 10:11 Svona lítur lestin í Líbýu út að innan. Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu hefur sennilega sent danska IC4 járnbrautarlest sem gjöf til Gaddafi leiðtoga Líbýu. Það er ítalska félagið Ansaldobreda sem sérsmíðar þessar lestar fyrir danska lestarfélagið DSB. Í umfjöllun Jyllands Posten um málið segir að í þessari viku hafa alveg óvænt birst mynd í þekktu alþjóðlegu tímariti um járnbrautir af IC4 lest á járnbrautarteinum í Líbýu. Í fyrstu var talið að Ansaldobreda hefði sent lestina þangað til prufukeyrslu. DSB hefur tjáð sig um málið en þar á bæ segja menn að þessar lestir séu í eigu Ansaldobreda þar til þær yfirgefi Ítalíu. Að öðru leyti vill stjórn DSB ekki tjá sig um málið. IC4 lestin í Líbýu er mjög frábrugðin þeim sem Danir fá hvað innréttinguna varðar. Þar er að finna stóra hvíta leðursófa, gólfteppi, gardínur og standlampa. Utan á lestinni er áritun á arabísku sem skilja má sem hyllingu til Gaddafi. Og í ljós er komið að lestin sást fyrst í landinu eftir opinbera heimsókn Berlusconi til Gaddafi nýlega. Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu hefur sennilega sent danska IC4 járnbrautarlest sem gjöf til Gaddafi leiðtoga Líbýu. Það er ítalska félagið Ansaldobreda sem sérsmíðar þessar lestar fyrir danska lestarfélagið DSB. Í umfjöllun Jyllands Posten um málið segir að í þessari viku hafa alveg óvænt birst mynd í þekktu alþjóðlegu tímariti um járnbrautir af IC4 lest á járnbrautarteinum í Líbýu. Í fyrstu var talið að Ansaldobreda hefði sent lestina þangað til prufukeyrslu. DSB hefur tjáð sig um málið en þar á bæ segja menn að þessar lestir séu í eigu Ansaldobreda þar til þær yfirgefi Ítalíu. Að öðru leyti vill stjórn DSB ekki tjá sig um málið. IC4 lestin í Líbýu er mjög frábrugðin þeim sem Danir fá hvað innréttinguna varðar. Þar er að finna stóra hvíta leðursófa, gólfteppi, gardínur og standlampa. Utan á lestinni er áritun á arabísku sem skilja má sem hyllingu til Gaddafi. Og í ljós er komið að lestin sást fyrst í landinu eftir opinbera heimsókn Berlusconi til Gaddafi nýlega.
Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira