Innlent

Lekinn úr Goðafossi hefur stöðvast

MYND/AFP
Svo virðist vera sem olíulekinn í Goðafossi hafi stöðvast. Þetta kom fram í máli stjórnanda björgunaraðgerðanna í dag en Goðafoss strandaði í Oslófirði í gærkvöldi. Olían sem lak úr skipinu hefur nú náð landi á tveimur stöðum, á Akeroya og á Vikertangen á Asmalöy. Norsku strandgæslunni hefur verið hrósað fyrir góðan viðbragðstíma, en olíugirðingar voru komnar umhverfis skipið sex tímum eftir strandið.

Um 500 tonn af olíu voru í tönkunum tveimur sem göt komu á en ekki er ljóst hve mikið magn lak í sjóinn.


Tengdar fréttir

Goðafoss strandar: Reyna að hefta olíuflekkinn

Olía lekur úr flutningaskipinu Goðafossi, sem strandaði við Fredrikstad í Noregi í gærkvöldi, og hefur norska strandgæslan komið upp flotgirðingu umhverfis skipið til að hefta útbreiðslu olíuflekksins.

Goðafoss ógnar einstökum sjávarþjóðgarði

Yfir fjögurra kílómetra breiður olíuflekkur úr Goðafossi ógnar nú tilveru Ytre Hvaler þjóðgarðarins í Östfold skerjagarðinum. Um er að ræða eina sjávarþjóðgarð heimsins en þar er að finna einstakt sjávar- og stranddýralíf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×