Lífið

Bond snýr aftur á næsta ári

Craig endurtekur hlutverk sitt sem James Bond á næsta ári.
Craig endurtekur hlutverk sitt sem James Bond á næsta ári.

Daniel Craig mun endurtaka hlutverk sitt sem njósnari hennar hátignar, James Bond, í 23. myndinni sem er væntanleg í kvikmyndahús í nóvember á næsta ári.

Níu mánuðir eru liðnir síðan framleiðslu á myndinni var frestað vegna fjárhagsvandræða kvikmyndaversins MGM. Núna hefur verkefnið aftur verið sett af stað, hinum fjölmörgu aðdáendum njósnarans til mikillar ánægju.

Leikstjóri verður Sam Mendes, sem á að baki myndir á borð við American Beauty og Revolutionary Road. Michael Sheen, sem lék í Frost/Nixon, mun hugsanlega leika vonda karlinn. Enn á eftir að ákveða hver hin föngulega Bond-stúlka verður. Judi Dench verður áfram í hlutverki M auk þess sem annar Breti, Simon Russell Beale, verður líklega í leikaraliðinu.

Tökur á myndinni hefjast síðar á þessu ári og frumsýningin á næsta ári verður haldin fimmtíu árum eftir að fyrsta Bond-myndin Dr. No leit dagsins ljós. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.