Viðskipti erlent

Vextir á lánum Íra verða lækkaðir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Vextir á lánum Evrópusambandsins til Íra verða lækkaðir, eftir því sem fullyrt er á fréttavef BBC. Írar borga 5,8% vexti af lánum sem samþykkt voru se neyðaraðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, evruríkjunum og sérstökum sjóði sem tilheyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.

Óljóst er hversu mikil vaxtalækkunin yrði en BBC segir að 1% vaxtalækkun myndi spara Írum 400 milljónir evra, eða 66 milljarða íslenskra króna, í vaxtagreiðslur. BBC segir að skriflegt samkomulag um vaxtalækkunina verði gert fyrir fund fjármálaráðherra Evrópusambandsins þann 17. maí næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×