Innlent

Bíða tvær vikur eftir lækni

Niðurskurður á Heilsugæslstöðinni í Borgarnesi leggst illa í heimamenn.
Niðurskurður á Heilsugæslstöðinni í Borgarnesi leggst illa í heimamenn.
Sveitarstjórn Borgarbyggðar segist taka heils hugar undir mótmæli starfsfólks vegna fyrirhugaðs niðurskurðar hjá Heilsugæslustöðinni í Borgarnesi.

„Áætlaður kostnaður á hvern íbúa innan starfssvæðis stöðvarinnar í Borgarnesi er allt að helmingi lægri en á öðrum heilsugæslustöðvum innan starfssvæðis Heilbrigðisstofnunar Vesturlands,“ segir sveitarstjórnin og krefst skýringa á þeim mun. Þá sé heilsugæslustöðin undirmönnuð og viðvarandi læknaskortur hafi leitt til mun verri þjónustu en áður. Það sé „með öllu ólíðandi“ að bið eftir læknatíma sé orðin ellefu til fjórtán dagar og bið eftir símatíma einn til tveir dagar.- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×