Sumarbústaðaeigendur – afætur? Ellen Ingvadóttir skrifar 15. september 2011 06:00 Heldur þykir mér óþekkilegt efnisinnihald leiðara 36. tölublaðs Vesturlandsútgáfunnar, Skessuhorns, en fyrirsögn hans er „dulin búseta“. Ritstjóri þessa annars ágæta vikurits, Magnús Magnússon, fjallar um fólk sem kemur í Borgarbyggð um helgar (sumarbústaðaeigendur), annars vegar, og svo námsmenn, væntanlega á Bifröst og Hvanneyri, hins vegar, en hefur þar ekki lögheimili. Niðurstaða ritstjórans er að fólk þetta leggi lítið sem ekkert til samfélagsins í Borgarbyggð (mitt orðalag) en noti óhikað þjónustuna þar – sem sagt þessir einstaklingar séu „…nefnilega hálfgerðar afætur hinna…“ segir í niðurlagi leiðarans. Hér er ritstjórinn að vísa til þess að ýmis fjárframlög í opinbera þjónustu séu ákvörðuð á grundvelli íbúafjölda á hverjum stað, þ.e. fólks með lögheimili í héraði. Ekki hef ég áhuga á að munnhöggvast við ritstjórann en get þó ekki látið hjá líða að benda á hve lipurlega hann skautar fram hjá þeirri staðreynd að meintar afætur eru margar hverjar fastir og dyggir viðskiptavinir verslana og þjónustu í Borgarbyggð og greiða uppsett gjald fyrir. Margfeldisáhrif viðskipta meintra afæta hljóta að vera umtalsverð á svæðinu og má nefna verslun, veitingastaði og íþróttaaðstöðu, t.d. sundlaugina góðu í Borgarnesi. Aðgangseyrir í laugina er kr. 480 á mann sem þýðir að hjón greiða kr. 1.920 miðað við að fara tvisvar í laugina um helgi sem margir gera eflaust. Þá ber þess að geta, og árétta, að sumarbústaðaeigendur greiða lögformleg gjöld til sveitarfélaganna, t.d. fasteignagjöld, sorphirðugjöld og rotþróargjöld. Nýlega var lögð vatnsveita á Langársvæðinu – alfarið á kostnað meintra afæta. Sveitarfélagið kom þar hvergi nærri og átti ekkert frumkvæði að verkefninu. Verkið var reyndar unnið af færum mönnum í héraði og fyrir það greitt, sem sagt atvinnuskapandi verkefni. Athyglisvert er að lesa í títtnefndum leiðara hvernig gerð var eilítil könnun á dögunum á sk. dulinni búsetu á Siglufirði þar sem ekið var um bæinn um jól og áramót og talin ljós í gluggum húsa. Í ljós mun hafa komið að 88% húsanna voru „setin“ en 12% voru í eigu fólks „sem dvaldi annars staðar á þeim tíma“. Verð að viðurkenna að mér finnst þetta skondin aðferðafræði og sé fyrir mér menn akandi um bæinn í skjóli nætur að telja upplýst hús. Fyrrgreind 12% hafa trúlega verið að „afætast“ í sumarbústöðum sínum á hinni helgu hátíð! En, aftur að alvöru málsins. Þessi rödd, sem birtist í leiðara Skessuhorns um daginn, verður að teljast hjáróma miðað við þá hlýju og vináttu sem undirrituð og fleiri meintar afætur eiga að venjast hjá verslunareigendum og þjónustuveitendum í Borgarnesi þegar skotist er þangað í verslunarerindum, sundlaugarferð eða til að taka þátt í einhverjum menningarviðburði þar í bæ – og greitt er fyrir. Mikil umferð viðskiptavina er yfirleitt í Borgarnesi um helgar. Velta má því fyrir sér hvort ritstjórinn telji rétt að menn, t.d. ferðamenn og afætur, ættu bara að skilja eftir fjármagn í viðskiptalífi bæjarins en halda síðan áfram för? Ekki er ætlast til svars enda þessi grein ekki hugsuð sem upphaf frekari orðaskipta, heldur aðeins ábending um þá ótrúlegu blindni sem felst í viðhorfum ritstjórans. Sá grunur leitar á hugann hvort hér sé verið leggja til frekari skattheimtu á sumarbústaðaeigendur. Velta má því fyrir sér hvort ritstjórinn endurspegli umræður sveitarstjórnarmanna vítt og breitt. Ef svo er verður spennandi að fylgjast með því í vetur hvort viðhaldsþjónusta vega, sem nú er komin á hendur sveitarfélaga (nefni ég Stangarholtsveg við Langá í því sambandi) verði til fyrirmyndar á vetri komanda? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Sjá meira
Heldur þykir mér óþekkilegt efnisinnihald leiðara 36. tölublaðs Vesturlandsútgáfunnar, Skessuhorns, en fyrirsögn hans er „dulin búseta“. Ritstjóri þessa annars ágæta vikurits, Magnús Magnússon, fjallar um fólk sem kemur í Borgarbyggð um helgar (sumarbústaðaeigendur), annars vegar, og svo námsmenn, væntanlega á Bifröst og Hvanneyri, hins vegar, en hefur þar ekki lögheimili. Niðurstaða ritstjórans er að fólk þetta leggi lítið sem ekkert til samfélagsins í Borgarbyggð (mitt orðalag) en noti óhikað þjónustuna þar – sem sagt þessir einstaklingar séu „…nefnilega hálfgerðar afætur hinna…“ segir í niðurlagi leiðarans. Hér er ritstjórinn að vísa til þess að ýmis fjárframlög í opinbera þjónustu séu ákvörðuð á grundvelli íbúafjölda á hverjum stað, þ.e. fólks með lögheimili í héraði. Ekki hef ég áhuga á að munnhöggvast við ritstjórann en get þó ekki látið hjá líða að benda á hve lipurlega hann skautar fram hjá þeirri staðreynd að meintar afætur eru margar hverjar fastir og dyggir viðskiptavinir verslana og þjónustu í Borgarbyggð og greiða uppsett gjald fyrir. Margfeldisáhrif viðskipta meintra afæta hljóta að vera umtalsverð á svæðinu og má nefna verslun, veitingastaði og íþróttaaðstöðu, t.d. sundlaugina góðu í Borgarnesi. Aðgangseyrir í laugina er kr. 480 á mann sem þýðir að hjón greiða kr. 1.920 miðað við að fara tvisvar í laugina um helgi sem margir gera eflaust. Þá ber þess að geta, og árétta, að sumarbústaðaeigendur greiða lögformleg gjöld til sveitarfélaganna, t.d. fasteignagjöld, sorphirðugjöld og rotþróargjöld. Nýlega var lögð vatnsveita á Langársvæðinu – alfarið á kostnað meintra afæta. Sveitarfélagið kom þar hvergi nærri og átti ekkert frumkvæði að verkefninu. Verkið var reyndar unnið af færum mönnum í héraði og fyrir það greitt, sem sagt atvinnuskapandi verkefni. Athyglisvert er að lesa í títtnefndum leiðara hvernig gerð var eilítil könnun á dögunum á sk. dulinni búsetu á Siglufirði þar sem ekið var um bæinn um jól og áramót og talin ljós í gluggum húsa. Í ljós mun hafa komið að 88% húsanna voru „setin“ en 12% voru í eigu fólks „sem dvaldi annars staðar á þeim tíma“. Verð að viðurkenna að mér finnst þetta skondin aðferðafræði og sé fyrir mér menn akandi um bæinn í skjóli nætur að telja upplýst hús. Fyrrgreind 12% hafa trúlega verið að „afætast“ í sumarbústöðum sínum á hinni helgu hátíð! En, aftur að alvöru málsins. Þessi rödd, sem birtist í leiðara Skessuhorns um daginn, verður að teljast hjáróma miðað við þá hlýju og vináttu sem undirrituð og fleiri meintar afætur eiga að venjast hjá verslunareigendum og þjónustuveitendum í Borgarnesi þegar skotist er þangað í verslunarerindum, sundlaugarferð eða til að taka þátt í einhverjum menningarviðburði þar í bæ – og greitt er fyrir. Mikil umferð viðskiptavina er yfirleitt í Borgarnesi um helgar. Velta má því fyrir sér hvort ritstjórinn telji rétt að menn, t.d. ferðamenn og afætur, ættu bara að skilja eftir fjármagn í viðskiptalífi bæjarins en halda síðan áfram för? Ekki er ætlast til svars enda þessi grein ekki hugsuð sem upphaf frekari orðaskipta, heldur aðeins ábending um þá ótrúlegu blindni sem felst í viðhorfum ritstjórans. Sá grunur leitar á hugann hvort hér sé verið leggja til frekari skattheimtu á sumarbústaðaeigendur. Velta má því fyrir sér hvort ritstjórinn endurspegli umræður sveitarstjórnarmanna vítt og breitt. Ef svo er verður spennandi að fylgjast með því í vetur hvort viðhaldsþjónusta vega, sem nú er komin á hendur sveitarfélaga (nefni ég Stangarholtsveg við Langá í því sambandi) verði til fyrirmyndar á vetri komanda?
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun