Innlent

Bæjarstjóri Hull á leið til Íslands - vill nýja styttu

Frá afhjúpun listaverksins í Vík, árið 2006.
Frá afhjúpun listaverksins í Vík, árið 2006.
Bæjarstjóri Hull í Englandi er á leiðinni til Íslands til þess að ræða við listakonuna Steinunni Þórarinsdóttur,  um styttuna Voyage.

Styttunni var stolið í sumar en eftirlitsmyndavélar sýndu nokkra menn stela styttunni, sem er þrjúhundruð kíló að þyngd og stóð á fjögurra metra stöpli. Tveir menn voru handteknir skömmu síðar grunaðir um þjófnaðinn, en þeim var sleppt án þess að þeir væru ákærðir.

Styttan sem um ræðir er minnisvarði um látna sjómenn og kallast á við eins styttu sem er í Vík í Mýrdal, en styttan í Hull var gjöf frá Vík.

Samkvæmt fréttavef breska Ríkisútvarpsins ætlar bæjarstjórinn að fá listakonuna til þess að smíða eins styttu og verður henni komið fyrir þar sem Voyage var áður. Talið er að verkið muni kosta 40 þúsund pund, eða rúmlega sjö milljónir króna.

Talið er að þjófarnir hafi stolið styttunni til þess að selja hana í brotajárn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×