The Kills - Blood Pressures (2011) Birgir Örn Steinarsson skrifar 29. apríl 2011 00:01 "Ok... geisp-AAAAA" Blood Pressures er fjórða breiðskífa þeirra frá því að þau hófu að geta af sér afkvæmi árið 2003. Strax eftir aðra plötuna varð ljóst að hér væri svalt band á ferð. Nægilega svo til þess að afla sér ágætis aukatekna með sölu laga sinna í gallabuxnaauglýsingar og svoleiðis. Þau hafa það fínt. Eftir að Kate Moss fékk svo leið á aulaskapnum í Pete Doherty réð hún Jamie Hince í stöðu skítuga poppprinssins. Hann virðist hafa valdið því starfi töluvert betur og virðist vera með toppstykkið skrúfað þónokkuð betur á. Sem sagt bolurinn þekkir Jamie líklegast best af kvenkosti hans frekar en tónlist. Ef dæma á fólk út frá hegðun er nokkuð ljóst að Kate Moss stígur ekkert svo hátt í vitið. En hún virðist hafa frábæran tónlistarsmekk. Persónulega finnst mér Pete Doherty hæfileikaríkur fjandi og það er Jamie líka. The Kills hefur aldrei á sínum ferli gefið út slappa plötu - og hún er ekki að byrja á því núna. Blood Pressures er ekki eins gróf og fyrri verk. Slípaðri þegar kemur að vinnslu en dúóið nær að viðhalda sömu orku þegar kemur að lagasmíðum og flutning. Í þetta skiptið er búið bæta við smá skrauti hér og þar - eins og í lögunum Heart is a Beating og Nail in my Coffin - má heyra smelli eins og úr borðtenniskúlu. Ótrúlegt en satt passar borðtennis og blús vel saman. Þrjú ár eru liðin frá því að The Kills gaf út síðustu plötu Midnight boom sem þótti sérstaklega vel heppnuð. Þar varð stefnubreyting hjá sveitinni úr þunglyndislegri og blúsaðri nýbylgju yfir í ögn glaðlegri en þó blúsuðu indípoppi. Þessi nýja plata er í sama dúr. Augljóslega hefur sambandið milli þeirra Alison og Jamie breyst frá því að samstarf þeirra hófst. Síðan 2008 hefur Alison t.d. gefið út tvær plötur ásamt hinni hljómsveitinni sinni The Dead Weather sem hefur farið á flug. Gárungar spá því þess vegna að þessi plata hér gæti hugsanlega orðið svanasöngur The Kills. Ef svo er - þá hættir sveitin á uppsveiflunni. Blood Pressures er plata sem vex með hverri hlustun. Hér er aragrúi af góðum lögum og hlustandinn ætti aldrei að fá þá tilfinningu að það sé verið að bera eitthvað uppfyllingarefni á borð fyrir hann. Engin tuska í andlitið en þægilega góð og nægilega svöl til þess að tryggja að hún lifi eitthvað út eftir ári. 4 stjörnur / af 5 mögulegum helstu lög: Future Starts Slow Satellite Heart is a Beating Drum Nail in My Coffin DNA Baby SaysThe Kills - Heart is a beating Drum Tónlist Vasadiskó Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
"Ok... geisp-AAAAA" Blood Pressures er fjórða breiðskífa þeirra frá því að þau hófu að geta af sér afkvæmi árið 2003. Strax eftir aðra plötuna varð ljóst að hér væri svalt band á ferð. Nægilega svo til þess að afla sér ágætis aukatekna með sölu laga sinna í gallabuxnaauglýsingar og svoleiðis. Þau hafa það fínt. Eftir að Kate Moss fékk svo leið á aulaskapnum í Pete Doherty réð hún Jamie Hince í stöðu skítuga poppprinssins. Hann virðist hafa valdið því starfi töluvert betur og virðist vera með toppstykkið skrúfað þónokkuð betur á. Sem sagt bolurinn þekkir Jamie líklegast best af kvenkosti hans frekar en tónlist. Ef dæma á fólk út frá hegðun er nokkuð ljóst að Kate Moss stígur ekkert svo hátt í vitið. En hún virðist hafa frábæran tónlistarsmekk. Persónulega finnst mér Pete Doherty hæfileikaríkur fjandi og það er Jamie líka. The Kills hefur aldrei á sínum ferli gefið út slappa plötu - og hún er ekki að byrja á því núna. Blood Pressures er ekki eins gróf og fyrri verk. Slípaðri þegar kemur að vinnslu en dúóið nær að viðhalda sömu orku þegar kemur að lagasmíðum og flutning. Í þetta skiptið er búið bæta við smá skrauti hér og þar - eins og í lögunum Heart is a Beating og Nail in my Coffin - má heyra smelli eins og úr borðtenniskúlu. Ótrúlegt en satt passar borðtennis og blús vel saman. Þrjú ár eru liðin frá því að The Kills gaf út síðustu plötu Midnight boom sem þótti sérstaklega vel heppnuð. Þar varð stefnubreyting hjá sveitinni úr þunglyndislegri og blúsaðri nýbylgju yfir í ögn glaðlegri en þó blúsuðu indípoppi. Þessi nýja plata er í sama dúr. Augljóslega hefur sambandið milli þeirra Alison og Jamie breyst frá því að samstarf þeirra hófst. Síðan 2008 hefur Alison t.d. gefið út tvær plötur ásamt hinni hljómsveitinni sinni The Dead Weather sem hefur farið á flug. Gárungar spá því þess vegna að þessi plata hér gæti hugsanlega orðið svanasöngur The Kills. Ef svo er - þá hættir sveitin á uppsveiflunni. Blood Pressures er plata sem vex með hverri hlustun. Hér er aragrúi af góðum lögum og hlustandinn ætti aldrei að fá þá tilfinningu að það sé verið að bera eitthvað uppfyllingarefni á borð fyrir hann. Engin tuska í andlitið en þægilega góð og nægilega svöl til þess að tryggja að hún lifi eitthvað út eftir ári. 4 stjörnur / af 5 mögulegum helstu lög: Future Starts Slow Satellite Heart is a Beating Drum Nail in My Coffin DNA Baby SaysThe Kills - Heart is a beating Drum
Tónlist Vasadiskó Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira