Enski boltinn

Marwijk: Sneijder ætti að fara til Man. Utd.

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bert van Marwijk
Bert van Marwijk Mynd. /AFP
Bert van Marwijk, landsliðsþjálfari Hollands, telur að Wesley Sneijder myndi smellpassa inn í skipulagið hjá Manchester United.

„Það yrði rétt skref hjá Sneijder að færi sig yfir til Man. Utd, hann myndi bæta sig sem leikmaður og styrkja liðið mikið,“ sagði Marwijk við enska miðla.

„Hann hefur nú þegar spilað fyrir Real Madrid og Inter Milan sem eru eitt af stærstu klúbbum heimsins, það væri ekki slæmt að hafa Manchester United einnig á ferilsskránni“.

„Manchester United hefur einstakan leikstíl og hafa leikið á hæsta stigi í langan tíma, það yrði mikil áskorun fyrir Sneijder að fara til þeirra. Leikstíll Man. Utd svipar einnig meira til leikstíls hollenska landsliðsins“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×