Innlent

Krefjast lokaðra réttarhalda yfir Þorvarði

Ólafur Þórðarson.
Ólafur Þórðarson.

Lögmaður Þorvarðs Davíðs Ólafssonar fór fram á að réttarhöld yfir honum yrðu lokuð almenningi en málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þorvarður er ákærður fyrir tilraun til manndráps þegar hann réðst á föður sinn, tónlistarmanninn Ólaf Þórðarson, í nóvember á síðasta ári.

Farið var fram á miskabætur upp á þrjár milljónir og féllst Þorvarður á kröfuna í morgun. Þá var hann einnig ákærður fyrir að hafa haft kókaín í fórum sínum.

Ekki voru gefnar upp forsendur fyrir því að réttarhaldið yrði lokað en málið verður tekið fyrir á föstudaginn.

Þorvarður hefur játað að hafa ráðist á föður sinn á heimili hans. Ólafur liggur enn meðvitundarlaus á sjúkrahúsi. Þorvarður tók ekki afstöðu til sakarefnanna í réttarsalnum. Þorvarður hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan árásin átti sér stað. Það var framlengt í dag til 7. mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×