Erlent

Afganar tóku við stjórn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ástandið í Bamiyanhéraðinu hefur verið ömurlegt að undanförnu. Hér biðja nokkrar afganskar konur fyrir bættri tíð. Mynd/ AFP.
Ástandið í Bamiyanhéraðinu hefur verið ömurlegt að undanförnu. Hér biðja nokkrar afganskar konur fyrir bættri tíð. Mynd/ AFP.
Hersveitir NATO létu stjórn Bamiyanhéraðsins í hendur afganskra öryggissveita í dag. Þessar breytingar eru hluti af áætlun sem Hamid Karzai, forseti Afganistan, kynnti í mars. Til stendur að Afganar taki við stjórn sex héraða til viðbótar á næstunni og að erlendar hersveitir verði búnar að yfirgefa Afganistan að fullu árið 2014. Öryggissveitir frá Nýja Sjálandi verða staddar í Bamiyanhéraðinu um skeið en þær verða undir stjórn Afgana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×