Enski boltinn

Liverpool á eftir Aly Cissokho

Stefán Árni Pálsson skrifar
Aly Cissokho
Aly Cissokho Mynd. / AFP
Kenny Dalglish, knattspyrnustjóri Liverpool, virðist ekki vera hættur á leikmannamarkaðnum, en félagið leggur nú drög að 9 milljóna punda tilboði varnarmanninn, Aly Cissokho, frá Lyon.

Frá þessu greinir vefmiðillinn goal.com. Samningaviðræður eiga hafa átt sér stað undanfarna daga og líkur eru á því að leikmaðurinn gangi til liðs við félagið innan skamms.

Liverpool festi kaup á Steward Downing í gær og fyrir stuttu gekk Charlie Adam til liðs við Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×