Viðskipti erlent

Greenspan: ESB „dæmt til þess að falla“

Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna.
Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna.
Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, segir að Evrópusambandið sé „dæmt til þess að falla“ vegna þess að munurinn á innviðum hagkerfanna í Suður- og Norður Evrópu sé einfaldlega of mikill. Þessi orð lét Greenspan falla í viðtali við CNBC í gær.

Greenspan sagði að árið 1999 hafi verið altalað að hagstjórn þyrfti að vera samræmd til þess að evrusvæðið gæti virkað vel. „Það var við því búist að Suður-Evrópu þjóðir myndu haga sér eins og Norður-Evrópu þjóðirnar, Ítalir myndu haga sér eins og Þjóðverjar. Það hefur ekki gerst, og mun ekki gerast."

Jafnframt sagðist Greenspan telja að munurinn á hagkerfum Norður- og Suður Evrópuríkja hefði verið stórkostlega vanmetinn. Óhjákvæmileg afleiðing af þessu vanmati væri mun meiri lífskjaraskerðing í Suður-Evrópu en búist hafði verið við.

Umfjöllun CNBC og viðtalið við Greenspan má sjá hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×