Hvernig eflum við græna hagkerfið Skúli Helgason skrifar 26. október 2011 06:00 Ísland getur orðið grænt hagkerfi með áherslu á hreina náttúru, sjálfbæran orkubúskap, nýsköpun og menntun til sjálfbærni. Það er framtíðarsýn nefndar Alþingis um eflingu græna hagkerfisins. Í þessari grein fjalla ég um nokkrar stefnuáherslur nefndarinnar og hvernig þær birtast í einstökum aðgerðum. Ríki til fyrirmyndarNefndin leggur fram átta almenn stefnumið og 48 aðgerðir. Í fyrsta lagi er lögð áhersla á að ríkið verði fyrirmynd og skapi aðstæður fyrir grænt hagkerfi. Þetta verði gert með stefnumótun og aðgerðum sem undirstrika pólitískan vilja til að setja málefnið í forgang. Lagt er til að efling græns hagkerfis verði grundvallaratriði í atvinnustefnu sem nú er verið að móta og byggir m.a. á Sóknaráætlun 2020. Nefndin leggur áherslu á að forsætisráðuneytið hafi með höndum verkstjórn málaflokksins, fylgi eftir mótun og framkvæmd aðgerðaáætlunar á grundvelli tillagna nefndarinnar og virki önnur ráðuneyti til verka en málaflokkurinn hefur skírskotun til allra málasviða stjórnarráðsins. Jafnframt er nauðsynlegt að efna til samráðs við sveitarfélög um beina aðkomu þeirra að verkefninu, því þau geta ráðið úrslitum um það hversu vel tekst til. Lagt er til að fram fari heildarendurskoðun á löggjöf um opinberar stofnanir í þá veru að flétta áherslur sjálfbærrar þróunar og græns hagkerfis inn í ákvæði um hlutverk einstakra stofnana. Nefndin leggur til að Alþingi og ráðuneyti og opinberar stofnanir taki upp markvisst umhverfisstarf til að bæta nýtingu og draga úr sóun, úrgangi og öðrum neikvæðum áhrifum á umhverfið, m.a. með hliðsjón af ISO 14001 staðlinum. Liður í þessu verkefni ætti að vera að gera Alþingi að pappírslausum vinnustað. Nefndin leggur sérstaka áherslu á vistvæn innkaup en áætlað er að ríkið kaupi á hverju ári vörur og þjónustu fyrir um 100 milljarða króna. Ríkið hefur í krafti þess kaupmáttar sterka stöðu til að ýta undir þróun og útbreiðslu vistvænna lausna á markaðnum. Nefndin leggur m.a. til að öll ráðuneyti og ríkisstofnanir innleiði vistvæn innkaup, að allir rammasamningar ríkisins um innkaup uppfylli viðmið umhverfisskilyrða þar sem slíkt liggur fyrir og að opinber stefna um vistvæn innkaup verði endurskoðuð með það að markmiði að hlutfall vistvænna útboða á vegum ríkisins verði 50% árið 2015 og 80% árið 2020. Hagrænir hvatar Nefndin leggur til að hagrænum hvötum verði beitt til að efla græna hagkerfið. Þar er byggt á þeirri sýn að efnahagsleg umbun sé vænlegri en boð og bönn til að koma á grænu hagkerfi. Nefndin leggur til ýmsar aðgerðir í því efni, t.d. að hvatt verði til vistvænna innkaupa með heimild til að endurgreiða opinberum stofnunum allt að 20% af kostnaðarverði vöru og þjónustu sem uppfyllir skilyrði umhverfismerkja af tegund 1, en norræna umhverfismerkið Svanurinn og evrópska umhverfismerkið Blómið falla í þann flokk. Aðrar tillögur nefndarinnar sem falla undir hagræna hvata eru m.a. tillögur um endurgreiðslu á hluta af kostnaði við innleiðingu vottaðra umhverfisstjórnunarkerfa, endurgreiðslur kostnaðar vegna orkuskipta í skipum, niðurfelling tolla á reiðhjól og tengdan búnað og framlenging á endurgreiðslu vörugjalda til þeirra sem láta breyta bílum í vistvæn ökutæki. Græn störfTölfræðilegar upplýsingar um umfang grænnar atvinnustarfsemi á Íslandi eru mjög af skornum skammti. Nauðsynlegt er að taka atvinnugreinaflokkun og hagtölugerð Hagstofu Íslands til endurskoðunar þannig að hægt verði að greina vægi grænna atvinnugreina og fjölda grænna starfa. Á grundvelli þeirrar gagnaöflunar verði síðan mótuð áætlun um fjölgun grænna starfa sem er eitt hinna almennu stefnumiða sem nefndin leggur til grundvallar. Nefndin telur mikilvæga forsendu atvinnusköpunar í þessum málaflokki að sérstakt átak verði gert í að stuðla að fjárfestingum í umhverfisvænni atvinnustarfsemi í landinu. Þar verði horft bæði til innlendra og erlendra fjárfestinga. Lagt er til að Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins verði falið að undirbúa stofnun Græns fjárfestingarsjóðs með aðkomu innlendra og erlendra fjárfesta. Á undanförnum árum hefur komið fram áhugi norrænna fjárfestingarsjóða á að taka þátt í grænum fjárfestingum á Íslandi og gefst nú gott tækifæri til að láta á það reyna. Grænar fjárfestingarNefndin leggur jafnframt til að efnt verði til sérstaks átaks í að laða til landsins erlendar fjárfestingar í umhverfisvænni atvinnustarfsemi, m.a. með því að nýta heimild í 15. gr. laga nr. 99/2010 um ívilnanir vegna nýfjárfestinga. Þar er fjallað um ýmiss konar ívilnanir vegna umhverfistengdra fjárfestinga, þ.m.t. þeirra sem tengjast orkusparnaði eða samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Átakið feli m.a. í sér val áherslusviða, hagræna greiningu málaflokksins, kortlagningu vænlegra fjárfesta, kynningu og markaðssetningu. Þegar hefur verið leitað til Fjárfestingarsviðs Íslandsstofu um að útfæra þetta átak og liggja fyrir fyrstu tillögur þar að lútandi. Enn má nefna sem lið í grænni atvinnusköpun að nefndin leggur til að stofnuð verði deild innan Tækniþróunarsjóðs sem verði helguð styrkveitingum til umhverfisvænna þróunarverkefna en slík ráðstöfun gæti örvað mjög nýsköpun í þessum málaflokki. Í þriðju og síðustu grein minni mun ég fjalla um önnur stefnumið nefndarinnar, sem m.a. tengjast aðgerðum er byggja á grunnreglum umhverfisréttar, varúðarreglunni og mengunarbótareglunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Ísland getur orðið grænt hagkerfi með áherslu á hreina náttúru, sjálfbæran orkubúskap, nýsköpun og menntun til sjálfbærni. Það er framtíðarsýn nefndar Alþingis um eflingu græna hagkerfisins. Í þessari grein fjalla ég um nokkrar stefnuáherslur nefndarinnar og hvernig þær birtast í einstökum aðgerðum. Ríki til fyrirmyndarNefndin leggur fram átta almenn stefnumið og 48 aðgerðir. Í fyrsta lagi er lögð áhersla á að ríkið verði fyrirmynd og skapi aðstæður fyrir grænt hagkerfi. Þetta verði gert með stefnumótun og aðgerðum sem undirstrika pólitískan vilja til að setja málefnið í forgang. Lagt er til að efling græns hagkerfis verði grundvallaratriði í atvinnustefnu sem nú er verið að móta og byggir m.a. á Sóknaráætlun 2020. Nefndin leggur áherslu á að forsætisráðuneytið hafi með höndum verkstjórn málaflokksins, fylgi eftir mótun og framkvæmd aðgerðaáætlunar á grundvelli tillagna nefndarinnar og virki önnur ráðuneyti til verka en málaflokkurinn hefur skírskotun til allra málasviða stjórnarráðsins. Jafnframt er nauðsynlegt að efna til samráðs við sveitarfélög um beina aðkomu þeirra að verkefninu, því þau geta ráðið úrslitum um það hversu vel tekst til. Lagt er til að fram fari heildarendurskoðun á löggjöf um opinberar stofnanir í þá veru að flétta áherslur sjálfbærrar þróunar og græns hagkerfis inn í ákvæði um hlutverk einstakra stofnana. Nefndin leggur til að Alþingi og ráðuneyti og opinberar stofnanir taki upp markvisst umhverfisstarf til að bæta nýtingu og draga úr sóun, úrgangi og öðrum neikvæðum áhrifum á umhverfið, m.a. með hliðsjón af ISO 14001 staðlinum. Liður í þessu verkefni ætti að vera að gera Alþingi að pappírslausum vinnustað. Nefndin leggur sérstaka áherslu á vistvæn innkaup en áætlað er að ríkið kaupi á hverju ári vörur og þjónustu fyrir um 100 milljarða króna. Ríkið hefur í krafti þess kaupmáttar sterka stöðu til að ýta undir þróun og útbreiðslu vistvænna lausna á markaðnum. Nefndin leggur m.a. til að öll ráðuneyti og ríkisstofnanir innleiði vistvæn innkaup, að allir rammasamningar ríkisins um innkaup uppfylli viðmið umhverfisskilyrða þar sem slíkt liggur fyrir og að opinber stefna um vistvæn innkaup verði endurskoðuð með það að markmiði að hlutfall vistvænna útboða á vegum ríkisins verði 50% árið 2015 og 80% árið 2020. Hagrænir hvatar Nefndin leggur til að hagrænum hvötum verði beitt til að efla græna hagkerfið. Þar er byggt á þeirri sýn að efnahagsleg umbun sé vænlegri en boð og bönn til að koma á grænu hagkerfi. Nefndin leggur til ýmsar aðgerðir í því efni, t.d. að hvatt verði til vistvænna innkaupa með heimild til að endurgreiða opinberum stofnunum allt að 20% af kostnaðarverði vöru og þjónustu sem uppfyllir skilyrði umhverfismerkja af tegund 1, en norræna umhverfismerkið Svanurinn og evrópska umhverfismerkið Blómið falla í þann flokk. Aðrar tillögur nefndarinnar sem falla undir hagræna hvata eru m.a. tillögur um endurgreiðslu á hluta af kostnaði við innleiðingu vottaðra umhverfisstjórnunarkerfa, endurgreiðslur kostnaðar vegna orkuskipta í skipum, niðurfelling tolla á reiðhjól og tengdan búnað og framlenging á endurgreiðslu vörugjalda til þeirra sem láta breyta bílum í vistvæn ökutæki. Græn störfTölfræðilegar upplýsingar um umfang grænnar atvinnustarfsemi á Íslandi eru mjög af skornum skammti. Nauðsynlegt er að taka atvinnugreinaflokkun og hagtölugerð Hagstofu Íslands til endurskoðunar þannig að hægt verði að greina vægi grænna atvinnugreina og fjölda grænna starfa. Á grundvelli þeirrar gagnaöflunar verði síðan mótuð áætlun um fjölgun grænna starfa sem er eitt hinna almennu stefnumiða sem nefndin leggur til grundvallar. Nefndin telur mikilvæga forsendu atvinnusköpunar í þessum málaflokki að sérstakt átak verði gert í að stuðla að fjárfestingum í umhverfisvænni atvinnustarfsemi í landinu. Þar verði horft bæði til innlendra og erlendra fjárfestinga. Lagt er til að Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins verði falið að undirbúa stofnun Græns fjárfestingarsjóðs með aðkomu innlendra og erlendra fjárfesta. Á undanförnum árum hefur komið fram áhugi norrænna fjárfestingarsjóða á að taka þátt í grænum fjárfestingum á Íslandi og gefst nú gott tækifæri til að láta á það reyna. Grænar fjárfestingarNefndin leggur jafnframt til að efnt verði til sérstaks átaks í að laða til landsins erlendar fjárfestingar í umhverfisvænni atvinnustarfsemi, m.a. með því að nýta heimild í 15. gr. laga nr. 99/2010 um ívilnanir vegna nýfjárfestinga. Þar er fjallað um ýmiss konar ívilnanir vegna umhverfistengdra fjárfestinga, þ.m.t. þeirra sem tengjast orkusparnaði eða samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Átakið feli m.a. í sér val áherslusviða, hagræna greiningu málaflokksins, kortlagningu vænlegra fjárfesta, kynningu og markaðssetningu. Þegar hefur verið leitað til Fjárfestingarsviðs Íslandsstofu um að útfæra þetta átak og liggja fyrir fyrstu tillögur þar að lútandi. Enn má nefna sem lið í grænni atvinnusköpun að nefndin leggur til að stofnuð verði deild innan Tækniþróunarsjóðs sem verði helguð styrkveitingum til umhverfisvænna þróunarverkefna en slík ráðstöfun gæti örvað mjög nýsköpun í þessum málaflokki. Í þriðju og síðustu grein minni mun ég fjalla um önnur stefnumið nefndarinnar, sem m.a. tengjast aðgerðum er byggja á grunnreglum umhverfisréttar, varúðarreglunni og mengunarbótareglunni.
Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun
Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun
Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun