Setti ljóðabækurnar upp í Excel Kjartan Guðmundsson skrifar 23. október 2011 21:30 Minnstu munaði að plata Lay Low kæmi út undir heitinu Brotinn strendur en ekki Brostinn strengur, vegna innsláttarvillu Lovísu þegar hún skrifaði ljóðið eftir Hugrúnu inn í tölvuna sína. "Ég skildi ekki alveg hvað Brotinn strendur átti að þýða en fannst það dálítið flott. Sem betur fer tók Bobby Breiðholt, sem hannaði umslagið, eftir villunni og leiðrétti hana á síðustu stundu, en það munaði engu.“ Mynd/Anton Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir , Lay Low, hefur sent frá sér sína þriðju plötu, Brostinn streng, þar sem hún syngur eigin lög við ljóð íslenskra skáldkvenna. Kjartan Guðmundsson spjallaði við Lovísu um gerð plötunnar, sem hún segir kraftmeiri en þær fyrri. Sem unglingur missti ég alveg af ljóðum. Ég las hvorki ljóð né samdi þau eins og margir jafnaldrar mínir gerðu og var líklega bara mjög seinþroska í þessum málum," segir Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, Lay Low, sem nýlega sendi frá sér sína þriðju sólóplötu, Brostinn streng, sem hlotið hefur prýðisgóðar viðtökur og var meðal annars sæmd fjórum stjörnum í plötudómi Fréttablaðsins. Á plötunni syngur Lovísa eigin lög við ljóð íslenskra skáldkvenna frá ýmsum tímum; Hugrúnar, Margrétar Jónsdóttur, Huldu og Undínu meðal annarra. Hingað til hefur Lovísa mestmegnis samið texta á ensku en ákvað að breyta til í þetta sinn. "Það var kominn tími á eina plötu með íslenskum textum. Fyrir tveimur árum datt ég ofan í ljóðabók sem vinkona mín á og fann þar ljóð sem mér þótti svo afskaplega fallegt að ég varð að semja lag við það. Þá uppgötvaði ég að þetta væri í rauninni hægt, en þetta er stórt skref því hingað til hef ég samið flesta mína texta sjálf. Fyrst var þetta rosalega skrýtið, en eftir að hafa samið lögin og sungið þau líður mér næstum því eins og ég hafi samið ljóðin sjálf, því ég samsama mig svo vel með þeim," útskýrir Lovísa.Ætla að lesa þær allar Eftir að Lovísa hafði ákveðið að hrinda verkefninu í framkvæmd segist hún hafa gengið kerfisbundið til verks og sett sér það markmið að lesa allar ljóðabækur eftir íslenskar skáldkonur sem hún kæmist yfir. Því takmarki hefur tónlistarkonan ekki enn náð, eðlilega, en telur ekki ólíklegt að það takist í framtíðinni. "Ég settist bara inn á skrifstofu og las og las og las," rifjar hún upp. "Ég fann stóran útgáfulista og fór vandlega yfir hann, setti upp í Excel, hakaði við hvaða bækur ég hafði lesið eða ekki lesið, hvaða ljóð ég hafði valið úr og þar fram eftir götunum, og var fljótlega komin með rúmlega hundrað ljóð sem mér þótti öll jafn flott. Kannski var óþarfi að taka þetta svona föstum tökum, en mér fannst það gaman," segir Lovísa og bætir við að ljóðin sem að lokum rötuðu á plötuna hafi ekki verið valin með ákveðin þemu eða yrkisefni í huga. "Eftir á að hyggja finnst mér þó sem ákveðinn tónn sé á plötunni, en það hefur líklega gerst óvart. Það er mikið um sorgir og vonir í ljóðunum og tilfinningar sem gjarnan eru túlkaðar með myndlíkingum. Titillagið, Brostinn strengur, fjallar um stjörnu sem sést á himni þar til hretið kemur og felur hana. Í öðru lagi, Helgöngu, er fjallað um að verða úti í snjónum. Heitt og kalt er því dálítið áberandi, nokkurs konar haust- og vetrarfílingur. Fyrir utan lagið Kvöld í skógi sem fjallar um fallegt sumarkvöld," segir Lovísa. Önnur ljóð á plötunni telur hún einfaldlega hafa náð að hreyfa við sér á einhvern máta. Ljóðið Í veikindum eftir Evu Hjálmarsdóttur tengi hún til að mynda ekki endilega við sín eigin alvarlegu veikindi, þegar Lovísa fékk heilaæxli fyrir tíu árum, heldur heilli hana frekar heildarhugmyndin um von sem brýst í gegnum erfiðleika.Mamma á öllum plötunum Eini textinn sem söngkonan samdi sjálf á nýju plötunni er Gleðileg blóm, sem Lovísa samdi til Sigrúnar móður sinnar í tilefni afmæli þeirrar síðarnefndu. "Mér hefur tekist að hafa lag um mömmu á öllum plötunum mínum," segir Lovísa og hlær. "Enda er ég mikil mömmustelpa og mamma er svo stór hluti af mér. Ég komst ekki einu sinni til að færa henni eintak af nýju plötunni áður en hún hafði keypt sér aðgang að Tónlist.is til að hlusta á hana, því hún gat ekki beðið. Ég var dálítið hrædd um að hugsanlega væri of mikið af trommusólóum og slíku fyrir mömmu smekk, en henni finnst platan æðisleg." Lovísa samsinnir því að á Brostnum streng sé að finna talsvert fjölbreyttari lagasmíðar og útsetningar en á fyrri plötum hennar tveimur, Please Don't Hate Me frá 2006 og Farewell Good Night's Sleep frá 2006. "Hljómurinn á nýju plötunni er dálítið melankólískur en samt er í raun erfitt að merkja einhvern heildarbrag. Fyrsta lagið er til dæmis gjörólíkt lokalaginu og kennir ýmissa grasa í þeim sem á milli koma. Það er skemmtilegt og mér finnst líka gaman að finna hversu mikið mér hefur farið fram í hljóðfæraleiknum," segir Lovísa, sem sér um allan gítarleik á plötunni auk þess að grípa í hljómborð. "Síðasta plata Farewell Good Night's Sleep sem einkenndist af ljúfri kántrí-rómantík var rosalega mjúk, nánast "easy listening" en það er meiri kraftur í nýju plötunni."Fæ afslátt hjá fyrrverandi Meðal fríðs flokks tónlistarfólks sem kemur að gerð nýju plötunnar er Agnes Erna, kærasta Lovísu, sem syngur bakraddir og stundar nám í djasssöng við Tónlistarskóla FÍH, og fyrrverandi eiginmaður Lovísu, Magnús Öder, sem leikur á hin ýmsu hljóðfæri auk þess að gegna hlutverki upptökustjóra og útsetja lögin með höfundinum. Lovísa segir alls enga dramatík fylgja því að vinna svo náið með unnustu sinni og fyrrverandi eiginmanni. "Ég og Magnús erum bestu vinir og það er mjög gott að vinna með honum. Hann er rosalega duglegur. Fyrir þessa plötu réði ég hann sem upptökustjóra en hann gerði verkefnið strax að sínu eigin, vann myrkranna á milli og var alveg jafn einbeittur og ég í að skila frá sér góðri plötu. Svona lagað veltur auðvitað alltaf á því hvernig sambandsslitin hafa orðið. Við vorum unglingar þegar við kynntumst og ólumst nánast upp saman, en það var ekki eins og við ættum hús, bíl og barn þegar við skildum. Frekar bara tveir krakkar að leika okkur saman í hljómsveit Benny Crespo's Gang. Þetta fyrirkomulag hentar mér líka vel því ég fæ afslátt hjá Magnúsi," segir Lovísa og hlær, og bætir við að vegna þess hve vel samstarfið gangi sé ætlunin að hún og Magnús hefji strax vinnu við nýja plötu. Sú plata verði á ensku, en í framtíðinni gefi hún eflaust út aðra plötu með íslenskum ljóðum.Bara stelpa með gítar Magnús Öder vann einnig með Lovísu að fyrstu breiðskífunni hennar, Please Don't Hate me, en á þeirri plötu var að finna mörg lög sem lýsa mætti sem blús-skotnum. Platan vakti gríðarlega athygli þegar hún kom út og gerði Lay Low að þekktu andliti nánast á einni nóttu. "Það koma mér algjörlega í opna skjöldu, því ætlunin var aldrei að gera tónlistina að lifibrauði. Ég var voðalegur klaufi, vissi ekkert hvað ég var að gera, og stundum þegar ég heyri lög af fyrstu plötunni fæ ég pínkulítinn kjánahroll. Mér þykir samt mjög vænt um þessa plötu og skammast mín hreint ekki fyrir hana. En aldrei hefði mig órað fyrir því hversu vel hún seldist. Eina stundina vissi enginn hver ég var og svo skyndilega myndaðist gríðarlegt "hæp" í kringum þessa litlu indíplötu. Ég hafði gert mér vonir um að selja í kringum tvö hundruð stykki en nú hefur hún selst í yfir tíu þúsund eintökum," segir Lovísa, sem var í þeirri óvenjulegu aðstöðu að starfa í Skífunni á þessum tíma og afgreiddi því fjöldann allan viðskiptavinum sem keyptu plötu hennar sjálfrar. "Stundum spurðu viðskiptavinirnir mig um álit mitt á þessari plötu með Lay Low og vissu ekkert hver ég var. Oftast sagði ég að platan væri ágæt, "bara svona stelpa með kassagítar". Ég á erfiðara með þetta í dag því fólk tekur dálítið eftir mér, svona hálf-srílenskri," segir Lovísa, en faðir hennar er frá Srí Lanka og býr í London þar sem Lovísa fæddist. Hún ólst að megninu til í Laugarneshverfinu, gekk í Menntaskólann við Hamrahlíð og lærði á píanó upp undir 5. stig. "Svo fékk ég leið á píanóinu og fór að læra á bassa í staðinn. Mér fannst það meira kúl. Á tímabili bjó ég á Selfossi og þar kynntist ég Magnúsi og hinum strákunum í Benny Crespo's Gang, sem leyfðu mér að vera með í hljómsveitinni sinni. Þannig hófst þetta tónlistarbrölt allt saman."Reynslan skilar sér vonandi Útgáfutónleikar Brostins strengs fóru fram í gærkvöldi í Hofi á Akureyri og Lovísa heldur samsvarandi tónleika í Reykjavík hinn 18. nóvember næstkomandi. Þá kemur hún fram í Fríkirkjunni, en þar hafa allir hennar útgáfutónleikar til þessa farið fram. "Á fyrstu útgáfutónleikunum mínum jarmaði ég af óöryggi. Ég var veik á þeim næstu, röddin í ólagi og ég í hálfgerðu stress-blakkáti í fyrstu þremur lögunum, svo ég stefni að því að vera mjög róleg og afslöppuð á þessum tónleikum. Áhorfendurnir eiga það skilið og vonandi fer þessa fimm ára reynsla úr bransanum eitthvað að skila sér," segir Lovísa að lokum. Tónlist Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Frægar í fantaformi Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Fleiri fréttir „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir , Lay Low, hefur sent frá sér sína þriðju plötu, Brostinn streng, þar sem hún syngur eigin lög við ljóð íslenskra skáldkvenna. Kjartan Guðmundsson spjallaði við Lovísu um gerð plötunnar, sem hún segir kraftmeiri en þær fyrri. Sem unglingur missti ég alveg af ljóðum. Ég las hvorki ljóð né samdi þau eins og margir jafnaldrar mínir gerðu og var líklega bara mjög seinþroska í þessum málum," segir Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, Lay Low, sem nýlega sendi frá sér sína þriðju sólóplötu, Brostinn streng, sem hlotið hefur prýðisgóðar viðtökur og var meðal annars sæmd fjórum stjörnum í plötudómi Fréttablaðsins. Á plötunni syngur Lovísa eigin lög við ljóð íslenskra skáldkvenna frá ýmsum tímum; Hugrúnar, Margrétar Jónsdóttur, Huldu og Undínu meðal annarra. Hingað til hefur Lovísa mestmegnis samið texta á ensku en ákvað að breyta til í þetta sinn. "Það var kominn tími á eina plötu með íslenskum textum. Fyrir tveimur árum datt ég ofan í ljóðabók sem vinkona mín á og fann þar ljóð sem mér þótti svo afskaplega fallegt að ég varð að semja lag við það. Þá uppgötvaði ég að þetta væri í rauninni hægt, en þetta er stórt skref því hingað til hef ég samið flesta mína texta sjálf. Fyrst var þetta rosalega skrýtið, en eftir að hafa samið lögin og sungið þau líður mér næstum því eins og ég hafi samið ljóðin sjálf, því ég samsama mig svo vel með þeim," útskýrir Lovísa.Ætla að lesa þær allar Eftir að Lovísa hafði ákveðið að hrinda verkefninu í framkvæmd segist hún hafa gengið kerfisbundið til verks og sett sér það markmið að lesa allar ljóðabækur eftir íslenskar skáldkonur sem hún kæmist yfir. Því takmarki hefur tónlistarkonan ekki enn náð, eðlilega, en telur ekki ólíklegt að það takist í framtíðinni. "Ég settist bara inn á skrifstofu og las og las og las," rifjar hún upp. "Ég fann stóran útgáfulista og fór vandlega yfir hann, setti upp í Excel, hakaði við hvaða bækur ég hafði lesið eða ekki lesið, hvaða ljóð ég hafði valið úr og þar fram eftir götunum, og var fljótlega komin með rúmlega hundrað ljóð sem mér þótti öll jafn flott. Kannski var óþarfi að taka þetta svona föstum tökum, en mér fannst það gaman," segir Lovísa og bætir við að ljóðin sem að lokum rötuðu á plötuna hafi ekki verið valin með ákveðin þemu eða yrkisefni í huga. "Eftir á að hyggja finnst mér þó sem ákveðinn tónn sé á plötunni, en það hefur líklega gerst óvart. Það er mikið um sorgir og vonir í ljóðunum og tilfinningar sem gjarnan eru túlkaðar með myndlíkingum. Titillagið, Brostinn strengur, fjallar um stjörnu sem sést á himni þar til hretið kemur og felur hana. Í öðru lagi, Helgöngu, er fjallað um að verða úti í snjónum. Heitt og kalt er því dálítið áberandi, nokkurs konar haust- og vetrarfílingur. Fyrir utan lagið Kvöld í skógi sem fjallar um fallegt sumarkvöld," segir Lovísa. Önnur ljóð á plötunni telur hún einfaldlega hafa náð að hreyfa við sér á einhvern máta. Ljóðið Í veikindum eftir Evu Hjálmarsdóttur tengi hún til að mynda ekki endilega við sín eigin alvarlegu veikindi, þegar Lovísa fékk heilaæxli fyrir tíu árum, heldur heilli hana frekar heildarhugmyndin um von sem brýst í gegnum erfiðleika.Mamma á öllum plötunum Eini textinn sem söngkonan samdi sjálf á nýju plötunni er Gleðileg blóm, sem Lovísa samdi til Sigrúnar móður sinnar í tilefni afmæli þeirrar síðarnefndu. "Mér hefur tekist að hafa lag um mömmu á öllum plötunum mínum," segir Lovísa og hlær. "Enda er ég mikil mömmustelpa og mamma er svo stór hluti af mér. Ég komst ekki einu sinni til að færa henni eintak af nýju plötunni áður en hún hafði keypt sér aðgang að Tónlist.is til að hlusta á hana, því hún gat ekki beðið. Ég var dálítið hrædd um að hugsanlega væri of mikið af trommusólóum og slíku fyrir mömmu smekk, en henni finnst platan æðisleg." Lovísa samsinnir því að á Brostnum streng sé að finna talsvert fjölbreyttari lagasmíðar og útsetningar en á fyrri plötum hennar tveimur, Please Don't Hate Me frá 2006 og Farewell Good Night's Sleep frá 2006. "Hljómurinn á nýju plötunni er dálítið melankólískur en samt er í raun erfitt að merkja einhvern heildarbrag. Fyrsta lagið er til dæmis gjörólíkt lokalaginu og kennir ýmissa grasa í þeim sem á milli koma. Það er skemmtilegt og mér finnst líka gaman að finna hversu mikið mér hefur farið fram í hljóðfæraleiknum," segir Lovísa, sem sér um allan gítarleik á plötunni auk þess að grípa í hljómborð. "Síðasta plata Farewell Good Night's Sleep sem einkenndist af ljúfri kántrí-rómantík var rosalega mjúk, nánast "easy listening" en það er meiri kraftur í nýju plötunni."Fæ afslátt hjá fyrrverandi Meðal fríðs flokks tónlistarfólks sem kemur að gerð nýju plötunnar er Agnes Erna, kærasta Lovísu, sem syngur bakraddir og stundar nám í djasssöng við Tónlistarskóla FÍH, og fyrrverandi eiginmaður Lovísu, Magnús Öder, sem leikur á hin ýmsu hljóðfæri auk þess að gegna hlutverki upptökustjóra og útsetja lögin með höfundinum. Lovísa segir alls enga dramatík fylgja því að vinna svo náið með unnustu sinni og fyrrverandi eiginmanni. "Ég og Magnús erum bestu vinir og það er mjög gott að vinna með honum. Hann er rosalega duglegur. Fyrir þessa plötu réði ég hann sem upptökustjóra en hann gerði verkefnið strax að sínu eigin, vann myrkranna á milli og var alveg jafn einbeittur og ég í að skila frá sér góðri plötu. Svona lagað veltur auðvitað alltaf á því hvernig sambandsslitin hafa orðið. Við vorum unglingar þegar við kynntumst og ólumst nánast upp saman, en það var ekki eins og við ættum hús, bíl og barn þegar við skildum. Frekar bara tveir krakkar að leika okkur saman í hljómsveit Benny Crespo's Gang. Þetta fyrirkomulag hentar mér líka vel því ég fæ afslátt hjá Magnúsi," segir Lovísa og hlær, og bætir við að vegna þess hve vel samstarfið gangi sé ætlunin að hún og Magnús hefji strax vinnu við nýja plötu. Sú plata verði á ensku, en í framtíðinni gefi hún eflaust út aðra plötu með íslenskum ljóðum.Bara stelpa með gítar Magnús Öder vann einnig með Lovísu að fyrstu breiðskífunni hennar, Please Don't Hate me, en á þeirri plötu var að finna mörg lög sem lýsa mætti sem blús-skotnum. Platan vakti gríðarlega athygli þegar hún kom út og gerði Lay Low að þekktu andliti nánast á einni nóttu. "Það koma mér algjörlega í opna skjöldu, því ætlunin var aldrei að gera tónlistina að lifibrauði. Ég var voðalegur klaufi, vissi ekkert hvað ég var að gera, og stundum þegar ég heyri lög af fyrstu plötunni fæ ég pínkulítinn kjánahroll. Mér þykir samt mjög vænt um þessa plötu og skammast mín hreint ekki fyrir hana. En aldrei hefði mig órað fyrir því hversu vel hún seldist. Eina stundina vissi enginn hver ég var og svo skyndilega myndaðist gríðarlegt "hæp" í kringum þessa litlu indíplötu. Ég hafði gert mér vonir um að selja í kringum tvö hundruð stykki en nú hefur hún selst í yfir tíu þúsund eintökum," segir Lovísa, sem var í þeirri óvenjulegu aðstöðu að starfa í Skífunni á þessum tíma og afgreiddi því fjöldann allan viðskiptavinum sem keyptu plötu hennar sjálfrar. "Stundum spurðu viðskiptavinirnir mig um álit mitt á þessari plötu með Lay Low og vissu ekkert hver ég var. Oftast sagði ég að platan væri ágæt, "bara svona stelpa með kassagítar". Ég á erfiðara með þetta í dag því fólk tekur dálítið eftir mér, svona hálf-srílenskri," segir Lovísa, en faðir hennar er frá Srí Lanka og býr í London þar sem Lovísa fæddist. Hún ólst að megninu til í Laugarneshverfinu, gekk í Menntaskólann við Hamrahlíð og lærði á píanó upp undir 5. stig. "Svo fékk ég leið á píanóinu og fór að læra á bassa í staðinn. Mér fannst það meira kúl. Á tímabili bjó ég á Selfossi og þar kynntist ég Magnúsi og hinum strákunum í Benny Crespo's Gang, sem leyfðu mér að vera með í hljómsveitinni sinni. Þannig hófst þetta tónlistarbrölt allt saman."Reynslan skilar sér vonandi Útgáfutónleikar Brostins strengs fóru fram í gærkvöldi í Hofi á Akureyri og Lovísa heldur samsvarandi tónleika í Reykjavík hinn 18. nóvember næstkomandi. Þá kemur hún fram í Fríkirkjunni, en þar hafa allir hennar útgáfutónleikar til þessa farið fram. "Á fyrstu útgáfutónleikunum mínum jarmaði ég af óöryggi. Ég var veik á þeim næstu, röddin í ólagi og ég í hálfgerðu stress-blakkáti í fyrstu þremur lögunum, svo ég stefni að því að vera mjög róleg og afslöppuð á þessum tónleikum. Áhorfendurnir eiga það skilið og vonandi fer þessa fimm ára reynsla úr bransanum eitthvað að skila sér," segir Lovísa að lokum.
Tónlist Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Frægar í fantaformi Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Fleiri fréttir „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira