Árið 2010 var ekki gott fyrir franska knattspyrnumanninn Franck Ribery. Innan vallar gekk ekki vel og hann var þess utan mikið meiddur. Utan vallar lenti hann síðan í kynlífshneyksli.
"Ég er afar feginn að 2010 sé liðið. Það var erfitt ár á margan hátt. Nú er komið nýtt ár með nýjum tækifærum," sagði Ribery.
"Ég mun ekki gera sömu mistökin og ég gerði árið 2010. Ég lærði mikið á því ári og hef breytt ýmsu í mínu lífi. Ég er þroskaðri í dag og fjölskyldan skiptir mig meira máli.
"Ég rak mig á það að glamúrlífið í boltanum á lítið skylt við alvöru lífsins. Hinn rétti Ribery er að koma til baka og ég ætla að láta mikið til mín taka á þessu ári."