Olíuverðið ekki hærra frá því fyrir hrun 10. febrúar 2011 12:31 Olíuverð hefur haldist hátt það sem af er degi á alþjóðamörkuðum eftir allsnarpa hækkun í gær. Þegar þetta er ritað er viðmiðunarverð á Brent-hráolíu 101,3 dollarar á tunnuna, og hefur olíuverð ekki verið svo hátt frá haustdögum árið 2008. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að pólitískur órói í Egyptalandi og áhyggjur af birgðastöðu Norðursjávarolíu hafa þrýst verðinu upp á við, sér í lagi á evrópskum markaði, á meðan tiltölulega rúm birgðastaða vestan hafs hefur haldið nokkuð aftur af verðhækkun þar. Þannig er verð á tunnu af Texas-hráolíu u.þ.b. 15 dollurum lægra en verð Brent-olíunnar, og er búist við að áfram verði talsverður verðmunur þar á. Líklegt er að verðið haldist áfram hátt að mati Alþjóðlegu Orkustofnunarinnar, en stofnunin bendir þó á að aukin framleiðsla OPEC-ríkjanna og allgóð birgðastaða í ýmsum þróuðum ríkjum á borð við Bandaríkin ætti að takmarka frekari hækkun næsta kastið. Umfangsmikil hækkun á olíu- og hrávöruverði undanfarið hefur orðið til þess að auka áhyggjur af vaxandi verðbólguþrýstingi erlendis. Evrópski seðlabankinn sagði í morggun að vænta mætti aukinnar verðbólgu á evrusvæði til skemmri tíma litið, og þar væri hækkandi hrávöruverð helsti áhrifaþátturinn. Að sinni telur bankinn þó rétt að einbeita sér fremur að því að takmarka óbein áhrif slíkra verðhækkana á annað neysluverð, svo sem verð á þjónustu, enda benti bankastjórinn Trichet á það að bankinn gæti lítið gert við verðbreytingum á hrávörum. Í svipaðan streng tók bandaríski seðlabankastjórinn, Ben Bernanke, sem benti á að hann og starfsbræður hans gætu lítil áhrif haft á illviðri í Rússlandi eða aukna eldsneytiseftirspurn í nýmarkaðsríkjum, en þetta tvennt er meðal áhrifaþátta á hækkandi hrávöru- og eldsneytisverð þessa dagana. Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Olíuverð hefur haldist hátt það sem af er degi á alþjóðamörkuðum eftir allsnarpa hækkun í gær. Þegar þetta er ritað er viðmiðunarverð á Brent-hráolíu 101,3 dollarar á tunnuna, og hefur olíuverð ekki verið svo hátt frá haustdögum árið 2008. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að pólitískur órói í Egyptalandi og áhyggjur af birgðastöðu Norðursjávarolíu hafa þrýst verðinu upp á við, sér í lagi á evrópskum markaði, á meðan tiltölulega rúm birgðastaða vestan hafs hefur haldið nokkuð aftur af verðhækkun þar. Þannig er verð á tunnu af Texas-hráolíu u.þ.b. 15 dollurum lægra en verð Brent-olíunnar, og er búist við að áfram verði talsverður verðmunur þar á. Líklegt er að verðið haldist áfram hátt að mati Alþjóðlegu Orkustofnunarinnar, en stofnunin bendir þó á að aukin framleiðsla OPEC-ríkjanna og allgóð birgðastaða í ýmsum þróuðum ríkjum á borð við Bandaríkin ætti að takmarka frekari hækkun næsta kastið. Umfangsmikil hækkun á olíu- og hrávöruverði undanfarið hefur orðið til þess að auka áhyggjur af vaxandi verðbólguþrýstingi erlendis. Evrópski seðlabankinn sagði í morggun að vænta mætti aukinnar verðbólgu á evrusvæði til skemmri tíma litið, og þar væri hækkandi hrávöruverð helsti áhrifaþátturinn. Að sinni telur bankinn þó rétt að einbeita sér fremur að því að takmarka óbein áhrif slíkra verðhækkana á annað neysluverð, svo sem verð á þjónustu, enda benti bankastjórinn Trichet á það að bankinn gæti lítið gert við verðbreytingum á hrávörum. Í svipaðan streng tók bandaríski seðlabankastjórinn, Ben Bernanke, sem benti á að hann og starfsbræður hans gætu lítil áhrif haft á illviðri í Rússlandi eða aukna eldsneytiseftirspurn í nýmarkaðsríkjum, en þetta tvennt er meðal áhrifaþátta á hækkandi hrávöru- og eldsneytisverð þessa dagana.
Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira