Íslenskri hönnun stolið 10. febrúar 2011 21:00 Friðgerður segir erfitt að sporna við stuldi á hönnun. Á tölvuskjánum sjást Ashton Kutcher og Demi Moore fyrir framan umræddan vegg í Sao Paulo. Mynd/GVA Tískuvikunni í Sao Paulo í Brasilíu lauk nú fyrir nokkrum dögum. Þar mátti sjá bregða fyrir íslenskri hönnun sem höfundurinn kannast þó ekki við að hafa selt til Brasilíu. „Þeir eru nákvæmlega eins að öllu leyti en ég er nokkuð viss um að þetta er ekki mín útgáfa. Þessir virðast stærri en í sömu hlutföllum," segir Friðgerður Guðmundsdóttir vöruhönnuður. Súpermódel og Hollywood-stjörnur voru ljósmyndaðar á tískuvikunni í Sao Paulo á dögunum fyrir framan hvítan vegg úr pappa. Sláandi líkindi eru með veggnum og pappaveggnum Stuðlum, lokaverkefni Friðgerðar við LHÍ árið 2008. Stuðlar Friðgerðar eru framleiddir af Prentsmiðjunni Odda. Gisele Bündchen spókar sig fyrir framan Stuðlana í Sao Paulo. Mynd/Getty Verslunin Epal í Skeifunni annast smásölu á Stuðlum og seldi meðal annars breska viðburðafyrirtækinu Timebased Stuðla. Þar kannast fólk þó ekki við að hafa sent Stuðla til Brasilíu. "Við komum ekki nálægt tískuvikunni í Sao Paulo," segir Rachel Hudson, viðburðastjóri Timebased. Hún segir fyrirtækið einungis hafa notað Stuðla á viðburði í London, Schuh AW09 press day og ASOS SS10 press day. "Þar komu þeir mjög vel út," segir hún. Hönnun Friðgerðar gæti því hafa verið stolið en ekki náðist í aðstandendur tískuvikunnar í Sao Paulo í gær. Stuðlar Friðgerðar. Mynd/Spessi Stuðlar hafa verið sýndir víða, meðal annars í Danmörku og á heimssýningunni í Singapore í vetur. Eins hefur Friðgerður fengið umfjöllun í tímaritum og Stuðlar voru meðal annars valdir sem eitt af þremur bestu nemendaverkefnunum á Norðurlöndunum árið 2008 af Sænska hönnunartímaritinu Forum Aid. Aðspurð segir Friðgerður erfitt að sporna við stuldi á hönnun. Dýrt sé að verða sér úti um einkaleyfi eða hönnunarvernd á vöru og enn dýrara að lögsækja þann sem stelur. Hún tekur fréttunum létt. "Kannski er bara heiður að einhverjum finnst hönnunin nógu góð til að stela henni," segir hún hlæjandi. "Auðvitað hefði samt verið skemmtilegra ef þeir hefðu keypt af okkur." heida@frettabladid.is Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Tískuvikunni í Sao Paulo í Brasilíu lauk nú fyrir nokkrum dögum. Þar mátti sjá bregða fyrir íslenskri hönnun sem höfundurinn kannast þó ekki við að hafa selt til Brasilíu. „Þeir eru nákvæmlega eins að öllu leyti en ég er nokkuð viss um að þetta er ekki mín útgáfa. Þessir virðast stærri en í sömu hlutföllum," segir Friðgerður Guðmundsdóttir vöruhönnuður. Súpermódel og Hollywood-stjörnur voru ljósmyndaðar á tískuvikunni í Sao Paulo á dögunum fyrir framan hvítan vegg úr pappa. Sláandi líkindi eru með veggnum og pappaveggnum Stuðlum, lokaverkefni Friðgerðar við LHÍ árið 2008. Stuðlar Friðgerðar eru framleiddir af Prentsmiðjunni Odda. Gisele Bündchen spókar sig fyrir framan Stuðlana í Sao Paulo. Mynd/Getty Verslunin Epal í Skeifunni annast smásölu á Stuðlum og seldi meðal annars breska viðburðafyrirtækinu Timebased Stuðla. Þar kannast fólk þó ekki við að hafa sent Stuðla til Brasilíu. "Við komum ekki nálægt tískuvikunni í Sao Paulo," segir Rachel Hudson, viðburðastjóri Timebased. Hún segir fyrirtækið einungis hafa notað Stuðla á viðburði í London, Schuh AW09 press day og ASOS SS10 press day. "Þar komu þeir mjög vel út," segir hún. Hönnun Friðgerðar gæti því hafa verið stolið en ekki náðist í aðstandendur tískuvikunnar í Sao Paulo í gær. Stuðlar Friðgerðar. Mynd/Spessi Stuðlar hafa verið sýndir víða, meðal annars í Danmörku og á heimssýningunni í Singapore í vetur. Eins hefur Friðgerður fengið umfjöllun í tímaritum og Stuðlar voru meðal annars valdir sem eitt af þremur bestu nemendaverkefnunum á Norðurlöndunum árið 2008 af Sænska hönnunartímaritinu Forum Aid. Aðspurð segir Friðgerður erfitt að sporna við stuldi á hönnun. Dýrt sé að verða sér úti um einkaleyfi eða hönnunarvernd á vöru og enn dýrara að lögsækja þann sem stelur. Hún tekur fréttunum létt. "Kannski er bara heiður að einhverjum finnst hönnunin nógu góð til að stela henni," segir hún hlæjandi. "Auðvitað hefði samt verið skemmtilegra ef þeir hefðu keypt af okkur." heida@frettabladid.is
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira