Innlent

Íslendingar betri neytendur eftir hrun

Hildigunnur Hafsteinsdóttir, lögræðingur Neytendasamtakanna.
Hildigunnur Hafsteinsdóttir, lögræðingur Neytendasamtakanna.
„Ég held að Íslendingar hafi tekið sig á sem neytendur frá hruni. Þeir eru meira vakandi og meðvitaðir um rétt sinn og meira tilbúnir að berjast í málunum heldur en áður. Það er í sjálfu sér jákvætt," Hildigunnur Hafsteinsdóttir, lögræðingur Neytendasamtakanna.

Rætt var við Hildigunni í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Í þættinum, sem hægt er að nálgast hér, sagði Hildigunnur ekki meira um það í ár að fólk kvarti undan að svik væru í tafli þegar komi að útsölum. „Það eru alltaf einhverjar ábendingar en það er þá Neytendastofa sem þarf að taka á því. Stofan er með mjög skýrar og ágætar reglur um verðmerkingar og hvernig útsölur eiga að fara fram."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×