Lífið

Spagettí og drone í rokkgraut

Rokksveitin hefur gefið út tvö lög sem eru fáanleg á vinyl og í stafrænu formi.
Rokksveitin hefur gefið út tvö lög sem eru fáanleg á vinyl og í stafrænu formi.

Rokksveitin The Heavy Experience hefur gefið út tvö lög sem eru fáanleg á 10 tommu vinyl-plötu og í stafrænu formi. Sveitin hefur verið starfandi í tæpt ár og er þetta fyrsta útgáfa hennar.

„Þetta byrjaði aðallega sem hliðarverkefni. Við erum allir í öðrum hljómsveitum líka og allar þær hljómsveitir lentu í hálfgerðum stoppum út af hinu og þessu. Þannig að þessi hljómsveit var stofnuð í staðinn,“ segir gítarleikarinn Albert Finnbogason, sem hefur einnig spilað með Swords of Chaos og Skelk í bringu.

The Heavy Experience er hugarfóstur Brynjars Helgasonar sem hefur gefið út undir nafninu Carpetshow. „Mörg bönd sem byrja að spila saman finna ekki sándið fyrr en eftir tvö til þrjú ár en þetta var mjög markvisst hjá okkur,“ segir Albert.

Þeir félagar spila svokallaða drone-tónlist, sem er hæg og minimalísk rokktónlist, og í staðinn fyrir söng kemur saxófónn inn í jöfnuna. Áhrif úr spagettítónlist Ennio Morricone eru einnig til staðar. Hljómsveitin hyggur á gerð stórrar plötu síðar meir en upptökur eru ekki hafnar.

Útgáfutónleikar The Heavy Experince verða á Bakkus þriðjudaginn átjánda janúar þar sem ókeypis verður inn. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.