Innlent

Bandaríkjamenn segjast fara að lögum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Birgitta Jónsdóttir þingmaður Hreyfingarinnar starfaði með WikiLeaks.
Birgitta Jónsdóttir þingmaður Hreyfingarinnar starfaði með WikiLeaks.
Bandarísk stjórnvöld segjast fullvissa íslensk yfirvöld um að rannsókn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna fari fram í samræmi við bandarísk lög og lúti öllum viðmiðunum um réttarreglur og sanngjarna málsmeðferð sem bundnar eru í stjórnarskrá Bandaríkjanna og viðeigandi alríkislögum.

Þetta segja bandarísk stjórnvöld í yfirlýsingu sem þau hafa sent frá sér vegna frétta um að dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hafi farið fram á að samskiptasíðan Twitter afhendi ráðuneytinu allar færslur Birgittu Jónsdóttur þingmanns Hreyfingarinnar og aðrar persónuupplýsingar hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×