Körfubolti

Góðir útisigrar hjá KR-ingum og Keflvíkingum í körfunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
KR-ingurinn Brynjar Þór Björnsson.
KR-ingurinn Brynjar Þór Björnsson. Mynd/Anton

KR og keflavík unnu góða útisigra í Iceland Express deild karla í kvöld. Keflvíkingar unnu tíu stiga sigur á Stjörnumönnum í Garðabæ og KR-ingar unnu 32 stiga sigur á Haukum á Ásvöllum. Liðin eru áfram í 3. og 4. sæti en eru til alls líkleg eftir frábæra byrjun á árinu 2011.

Magnús Þór Gunnarsson var í stuði í 10 stiga sigri Keflavíkur, 102-92, á Stjörnunni í Garðabæ. Stjarnan var 26-17 yfir eftir fyrsta leikhlutann en þá var komið að þætti Magnúsar sem skoraði 26 stig í síðustu þremur leikhlutunum.

Keflvíkingar voru einu stigi yfir í hálfleik, 42-41, en unnu þriðja leikhlutann 32-20 og voru því 73-61 yfir fyirr lokaleikhlutann. Stjörnumenn náðu að minnka muninn í lokin en Keflvíkingar héldu út og tryggðu sér sigurinn.

Thomas Sanders var stigahæstur Keflvíkinga með 32 stig, Magnús var með 26 stig og Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 16 stig, tók 9 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Jovan Zdravevski skoraði 24 stig fyrir Garðbæinga en hann var kominn með 21 stig í hálfleik. Eistinn Renato Lindmets skoraði 23 stig og Justin Shouse var með 22 stig og 12 stoðsendingar.

Keflvíkingar hafa þar með byrjað nýja árið á því að vinna ÍR, Snæfell og Stjörnunna með samtals 57 stigum og eru nú fjórum stigum á eftir toppliði Grindavíkur. Þeir leyfðu sér að hvíla Lasar Trifunovic sem er stigahæsti leikmaðurinn deildarinnar en hefur ekkert spilað í þessum þremur leikjum.

KR-ingar byrja nýja árið af miklum krafti en liðið vann sannfærandi 32 stiga sigur á Haukum, 106-74, í kvöld og hefur því unnið alla fjóra leiki ársins 2011 í deild (3) og bikar (1).

Marcus Walker átti stórleik hjá KR og skorðai 35 stig þar af 15 þeirra í fyrsta leikhlutanum. Pavel Ermolinskij var með 12 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar. Semaj Inge skoraði 22 stig fyrr Hauka.

KR-ingar gerðu út um leikinn með frábærum öðrum leikhluta sem þeir unnu 37-8 og voru því með 32 stiga forskot í hálfleik, 59-27. Eftir það var nánast formsatriði að spila seinni hálfleikinn.

Stjarnan-Keflavík 92-102 (41-42)

Stig Stjörnunar: Jovan Zdravevski 24/6 fráköst, Renato Lindmets 23/9 fráköst, Justin Shouse 22/5 fráköst/12 stoðsendingar, Kjartan Atli Kjartansson 9/4 fráköst, Fannar Freyr Helgason 8/7 fráköst, Marvin Valdimarsson 5/7 fráköst, Daníel G. Guðmundsson 1.

Stig Keflavíkur: Thomas Sanders 32/4 fráköst/3 varin skot, Magnús Þór Gunnarsson 26, Hörður Axel Vilhjálmsson 16/9 fráköst/7 stoðsendingar/5 stolnir, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 9/7 fráköst/3 varin skot, Þröstur Leó Jóhannsson 8/7 fráköst, Halldór Örn Halldórsson 3/4 fráköst, Gunnar Einarsson 3/5 stoðsendingar, Gunnar H. Stefánsson 3, Jón Nordal Hafsteinsson 2.

Grindavík-Tindastóll 77-66 (44-35)

Stig Grindavíkur: Páll Axel Vilbergsson 26/11 fráköst/5 stoðsendingar, Guðlaugur Eyjólfsson 15/6 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 13/4 fráköst, Ryan Pettinella 8/9 fráköst, Ólafur Ólafsson 8/4 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 4/6 fráköst, Ármann  Vilbergsson 3.

Stig Tindastólls: Hayward Fain  20/9 fráköst/5 stolnir, Helgi Rafn Viggósson 18/6 fráköst, Dragoljub Kitanovic 15, Sean Kingsley Cunningham 6/8 fráköst/5 stoðsendingar, Svavar Atli Birgisson 4, Friðrik Hreinsson 3.



Haukar-KR 74-106 (27-59)


Stig Hauka: Semaj Inge 22/5 fráköst, Örn Sigurðarson 13/5 fráköst, Haukur Óskarsson 10, Davíð Páll Hermannsson 8, Gerald  Robinson 7/9 fráköst, Sveinn Ómar Sveinsson 6/5 fráköst, Emil Barja 4/4 fráköst/6 stoðsendingar, Óskar Ingi Magnússon 2, Sævar Ingi Haraldsson 2.

Stig KR: Marcus  Walker 35, Pavel Ermolinskij 12/8 fráköst/8 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 10, Hreggviður Magnússon 10, Finnur Atli Magnússon 8, Ólafur Már Ægisson 8, Fannar Ólafsson 6/6 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 5, Skarphéðinn Freyr Ingason 5, Páll Fannar Helgason 5, Martin Hermannsson 2.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×