Innlent

Óvenju mikið um sinubruna

Mynd/Stefán Karlsson

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fór í hvert útkallið á fætur öðru vegna sinuelda fyrr í kvöld. Frá klukkan 20 til 21 sinntu slökkviliðsmenn þremur slíkum útköllum, einu í Mosfellsbæ og tveimur í Hafnarfirði. Engin mannvirki voru í hættu.

Að sögn varðstjóra hefur miðað við árstíma verið óvenjulega mikið um sinubruna á höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga.

Til að mynda varð töluverður sinubruni skammt frá hringtorginu á

Skarhólabraut í Mosfellsbæ á níunda tímanum í gærkvöldi. Eldurinn logaði á stóru svæði þegar slökkvilið kom á vettvang en því tókst fljótt að ná tökum á honum og verja skógarlund á svæðinu.

Þegar tilkynnt er um sinabruna eru dælubílar slökkviliðis sendir á vettvang. Það hefur bein áhrif á sjúkraflutninga, að sögn varðstjóra. Sjúkraflutningamenn sinna þá einungis bráðatilfellum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×