Nemendasýningar menntaskólanna að taka á sig mynd 10. janúar 2011 18:30 Björg Brjánsdóttir, formaður leikfélags MR-inga, og Sigríður Dagbjört Ásgeirsdóttir, formaður Nemendamótsnefndar Verzlunarskólans. Fréttablaðið/Vilhelm Leiksýningar menntaskólanna hafa notið mikilla vinsælda um langt skeið og er nú farið að skýrast hvaða sýningar verða settar upp í vinsælustu menntaskólunum. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að Verzlunarskóli Íslands og Menntaskólinn í Reykjavík setja báðir upp leiksýningar sem byggja á leikverki Shakespeares um Draum á Jónsmessunótt. MR frumsýnir sjálft leikverkið hinn 25. febrúar í húsi Norðurpólsins og verður leikstjórn í höndum Gunnars Helgasonar en Verzlunarskólinn setur upp söngleikinn Drauminn í Loftkastalanum og verður frumsýnt hinn 3. febrúar. Leikstjóri Verzlinga er leikarinn Orri Huginn Ágústsson, danshöfundur er Stella Rósenkranz og tónlistarstjórn er í höndum strákanna í StopWaitGo, en þeir hafa verið að gera það gott í tónlistargeiranum hér á landi. Kvennaskólinn í Reykjavík setur upp Vorið vaknar eftir Frank Wadekind, en það er Kári Viðarsson sem leikstýrir Kvenskælingum og verður verkið sýnt í skólanum sjálfum. Leikfélag Menntaskólans við Sund setur upp söngleikinn Hairspray, en handritið er byggt á kvikmynd John Waters frá 1988. Hairspray verður frumsýnt í Austurbæ 15. febrúar, en leikstjóri er leikarinn góðkunni Pétur Einarsson og danshöfundur er Örn Guðmundsson. Leikfélag Menntaskólans við Hamrahlíð vinnur að spunasýningu sem nemendur semja sjálfir, en sýningin hefur ekki enn hlotið nafn. Leikstjóri MH-inga er Bjartmar Þórðarson en verkið verður sýnt í Hamrahlíðinni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vinnur Fjölbrautaskólinn í Garðabæ að söngleiknum Lyngmóar 3, en ekki fengust nánari upplýsingar um verkið. kristjana@frettabladid.is Tengdar fréttir Draumar breytast í martröð hjá Verzló og MR „Við vorum búin að ræða þetta leikrit löngu áður en við vissum af Verzlunarskólanum, en vorum samt ekki búin að taka neina endanlega ákvörðum,“ segir Björg Brjánsdóttir, formaður Herranætur, leiklistarfélags Menntaskólans í Reykjavík, en skólinn frumsýnir leikverk Shakespeares, 5. janúar 2011 11:00 Mest lesið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Fleiri fréttir Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Sjá meira
Leiksýningar menntaskólanna hafa notið mikilla vinsælda um langt skeið og er nú farið að skýrast hvaða sýningar verða settar upp í vinsælustu menntaskólunum. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að Verzlunarskóli Íslands og Menntaskólinn í Reykjavík setja báðir upp leiksýningar sem byggja á leikverki Shakespeares um Draum á Jónsmessunótt. MR frumsýnir sjálft leikverkið hinn 25. febrúar í húsi Norðurpólsins og verður leikstjórn í höndum Gunnars Helgasonar en Verzlunarskólinn setur upp söngleikinn Drauminn í Loftkastalanum og verður frumsýnt hinn 3. febrúar. Leikstjóri Verzlinga er leikarinn Orri Huginn Ágústsson, danshöfundur er Stella Rósenkranz og tónlistarstjórn er í höndum strákanna í StopWaitGo, en þeir hafa verið að gera það gott í tónlistargeiranum hér á landi. Kvennaskólinn í Reykjavík setur upp Vorið vaknar eftir Frank Wadekind, en það er Kári Viðarsson sem leikstýrir Kvenskælingum og verður verkið sýnt í skólanum sjálfum. Leikfélag Menntaskólans við Sund setur upp söngleikinn Hairspray, en handritið er byggt á kvikmynd John Waters frá 1988. Hairspray verður frumsýnt í Austurbæ 15. febrúar, en leikstjóri er leikarinn góðkunni Pétur Einarsson og danshöfundur er Örn Guðmundsson. Leikfélag Menntaskólans við Hamrahlíð vinnur að spunasýningu sem nemendur semja sjálfir, en sýningin hefur ekki enn hlotið nafn. Leikstjóri MH-inga er Bjartmar Þórðarson en verkið verður sýnt í Hamrahlíðinni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vinnur Fjölbrautaskólinn í Garðabæ að söngleiknum Lyngmóar 3, en ekki fengust nánari upplýsingar um verkið. kristjana@frettabladid.is
Tengdar fréttir Draumar breytast í martröð hjá Verzló og MR „Við vorum búin að ræða þetta leikrit löngu áður en við vissum af Verzlunarskólanum, en vorum samt ekki búin að taka neina endanlega ákvörðum,“ segir Björg Brjánsdóttir, formaður Herranætur, leiklistarfélags Menntaskólans í Reykjavík, en skólinn frumsýnir leikverk Shakespeares, 5. janúar 2011 11:00 Mest lesið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Fleiri fréttir Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Sjá meira
Draumar breytast í martröð hjá Verzló og MR „Við vorum búin að ræða þetta leikrit löngu áður en við vissum af Verzlunarskólanum, en vorum samt ekki búin að taka neina endanlega ákvörðum,“ segir Björg Brjánsdóttir, formaður Herranætur, leiklistarfélags Menntaskólans í Reykjavík, en skólinn frumsýnir leikverk Shakespeares, 5. janúar 2011 11:00