Það var gríðarlega góð stemning á tónleikum Nýdanskrar í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi þegar bandið mætti áhorfendum á skemmtilegan hátt í svokölluðu návígi leikhússins. Hljómsveitarmeðlimir sýndu skemmtiatriði samhliða söngnum sem vöktu mikla lukku frumsýningargesta en þá má skoða betur í myndasafni sem og atriði úr sýningunni.
Áhorfendur tóku virkan þátt í sýningunni og nutu þess að syngja með sígildum slögurum sveitarinnar. Sjá nánar á vef Borgarleikhússin um sýninguna.