Lífið

Gefið þessu módeli mat

Ef meðfylgjandi myndir, sem teknar voru í gærkvöldi á Gianfranco Ferré tískusýningunni í Mílanó, eru skoðaðar, má sjá fyrirsætu sem stal senunni. Ástæðan var vannært útlit stúlkunnar.



Mílanó, sem er ein stærsta tískuborg í heiminum, slóst í hópinn í baráttunni gegn átröskun og útlitsdýrkun fyrir fimm árum. Þá var öllum fyrirsætum sem voru undir kjörþyngd á hinum svokallaða BMI-skala stranglega bannað að taka þátt í sýningum og tískuvikum.

Umræðan um þyngd fyrirsætna hefur verið mikið í umræðunni undanfarin ár og hafa meðal annars hönnuðir á borð við Karl Lagerfeld og Diane Von Furstenberg stutt fyrrnefndar reglur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.