Mataræðið gildir alveg sjötíu prósent í þjálfun 28. september 2011 22:00 Garðar Sigvaldason einkaþjálfari. Fréttablaðið/Vilhelm „Þetta er glæný nálgun sem byggist á miklu aðhaldi, eftirfylgni og persónulegri þjónustu,“ segir Garðar Sigvaldason einkaþjálfari sem nýverið setti í loftið vefsíðuna matardagbok.is, sem er fyrsti vefur sinnar tegundar á Íslandi. „Þetta er það sem lengi hefur vantað. Það hafa allir lagt mikið upp úr þjálfunarprógrömmunum en minna upp úr mataræðinu,“ heldur hann áfram. „Sem er undarlegt þar sem mataræðið gildir um það bil 70 prósent í þjálfuninni. Það eru allir að leita að hinu fullkomna æfingaprógrammi, sem auðvitað er ekki til, en það gagnast voða lítið að æfa tvisvar á dag ef mataræðið er ekki í lagi.“ Hvernig virkar matardagbok.is í framkvæmd? „Í upphafi kemur fólk til mín í mælingar, ummálsmælingar, vigtun og fitumælingar, og að því loknu legg ég fram viðmiðunarmatseðil. Eftir það sendir fólk mér matardagbók daglega í 30 daga og ég svara á hverjum degi, þannig að eftir þrjá til fimm daga er mataræðið yfirleitt orðið bara nokkuð gott hjá fólki. Þetta er miklu meira aðhald en áður hefur tíðkast því matseðillinn er leiðréttur á 15 til 25 tíma fresti í þrjátíu daga.“ Garðar segir viðbrögðin við síðunni hafa verið frábær. „Fólk er að missa frá tíu upp í 50 kíló á tiltölulega skömmum tíma. Til dæmis missti einn drengur 40 kíló á 15 vikum hjá mér eingöngu með matardagbókinni. Og það allra besta er að fólk getur búið hvar sem er innan- eða utanlands og samt notið þjónustunnar. Ég er með fólk úti um allt land og erlendis líka sem sér um mælingar fyrir mig, þannig að það er ekki vandamál. Stór hópur viðskiptavina minna eru flugmenn, flugfreyjur og sjómenn, sem með öðrum prógrömmum hafa átt erfitt með að láta mæla sig reglulega.“ fridrikab@frettabladid.is Heilsa Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
„Þetta er glæný nálgun sem byggist á miklu aðhaldi, eftirfylgni og persónulegri þjónustu,“ segir Garðar Sigvaldason einkaþjálfari sem nýverið setti í loftið vefsíðuna matardagbok.is, sem er fyrsti vefur sinnar tegundar á Íslandi. „Þetta er það sem lengi hefur vantað. Það hafa allir lagt mikið upp úr þjálfunarprógrömmunum en minna upp úr mataræðinu,“ heldur hann áfram. „Sem er undarlegt þar sem mataræðið gildir um það bil 70 prósent í þjálfuninni. Það eru allir að leita að hinu fullkomna æfingaprógrammi, sem auðvitað er ekki til, en það gagnast voða lítið að æfa tvisvar á dag ef mataræðið er ekki í lagi.“ Hvernig virkar matardagbok.is í framkvæmd? „Í upphafi kemur fólk til mín í mælingar, ummálsmælingar, vigtun og fitumælingar, og að því loknu legg ég fram viðmiðunarmatseðil. Eftir það sendir fólk mér matardagbók daglega í 30 daga og ég svara á hverjum degi, þannig að eftir þrjá til fimm daga er mataræðið yfirleitt orðið bara nokkuð gott hjá fólki. Þetta er miklu meira aðhald en áður hefur tíðkast því matseðillinn er leiðréttur á 15 til 25 tíma fresti í þrjátíu daga.“ Garðar segir viðbrögðin við síðunni hafa verið frábær. „Fólk er að missa frá tíu upp í 50 kíló á tiltölulega skömmum tíma. Til dæmis missti einn drengur 40 kíló á 15 vikum hjá mér eingöngu með matardagbókinni. Og það allra besta er að fólk getur búið hvar sem er innan- eða utanlands og samt notið þjónustunnar. Ég er með fólk úti um allt land og erlendis líka sem sér um mælingar fyrir mig, þannig að það er ekki vandamál. Stór hópur viðskiptavina minna eru flugmenn, flugfreyjur og sjómenn, sem með öðrum prógrömmum hafa átt erfitt með að láta mæla sig reglulega.“ fridrikab@frettabladid.is
Heilsa Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira