Lífið

Þolir ekki frægðina

Kristen Stewart kann illa við frægðina og reynir að fara eins lítið út og hún getur. 
nordicphotos/getty
Kristen Stewart kann illa við frægðina og reynir að fara eins lítið út og hún getur. nordicphotos/getty

Twilight-leikkonan Kristen Stewart er forsíðustúlka febrúarheftis bandaríska Vogue. Í viðtali við tímaritið viðurkennir Stewart að hún kunni illa við frægðina.

„Það er ekki hægt að segja þetta á penan hátt, en ég get ekki lengur farið í verslunarmiðstöðina eins og venjulegt fólk. Það pirrar mig að ég skuli ekki geta farið út eins oft og mig langar til. Það pirrar mig líka að ég mun aldrei aftur geta verið bara einhver stelpa. Sá tími er löngu liðinn.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.