Lífið

Gerry Rafferty látinn

Gerry Rafferty var þekktastur fyrir lögin Baker Street og Stuck in the Middle With You.
nordicphotos/getty
Gerry Rafferty var þekktastur fyrir lögin Baker Street og Stuck in the Middle With You. nordicphotos/getty
Skoski tónlistarmaðurinn Gerry Rafferty er látinn, 63 ára gamall, eftir langvarandi veikindi. Hann var þekktastur fyrir lögin Baker Street og Stuck in the Middle With You sem hljómaði í kvikmynd Quentins Tarantino, Reservoir Dogs, sem kom út 1992.

Baker Street var valið eitt af hundrað bestu gítarlögum allra tíma í lesendakönnun tímaritsins Rolling Stone árið 2008.

Rafferty, sem var einnig þekktur fyrir lögin Right Down the Line, Get It Right Next Time og Don’t Give Up On Me, var lagður inn á sjúkrahús í Bournemouth á Englandi vegna lifrarvandamála.

Hann fæddist í bænum Paisley, skammt frá Glasgow, og náði lengst sem sólótónlistarmaður á áttunda áratugnum. Vinsælustu plöturnar hans voru City to City sem kom út 1978 og Night Owl sem kom út ári síðar. Rafferty, sem barðist lengi við áfengisfíkn, gaf út sína síðustu plötu, Another World, árið 2000.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.