Blekkja erlendar konur 11. janúar 2011 20:12 Oft hefur það komið upp að konur af erlendum uppruna hafa verið fengnar til að skrifa upp á skuldaviðurkenningar fyrir eiginmenn sína og vitað er um dæmi þess að þær hafi jafnvel verið blekktar til að afsala sér forsjá barna sinna. Þetta segir lögmaður sem annast hefur mál erlendra kvenna. Samtök kvenna af erlendum uppruna segja að dæmi séu um að konur af erlendum uppruna hafi verið blekktar til afsala sér ýmsum réttindum og jafnvel afsala sér forsjá barna sinna. Sabine Leskopf, varaformaður félagsins, segir brýnt að starfsfólk opinberra stofnanna reyni að fræða þær eftir fremsta megni um réttindi sín og upplýsi þær um hvað þær eru að skrifa undir. Margrét Steinarsdóttir er framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu og starfaði áður sem lögfræðingur Alþjóðahúss. „Það komu allnokkur erindi inn á borð hjá Alþjóðahúsi varðandi það að einstaklingar tóku á sig einhverjar skyldur eða afsöluðu sér réttindinum, af því þeir vissu ekki hvað þeir voru að skrifa undir og þekktu ekki rétt sinn." Margrét segir mikilvægt að opinberar stofnanir tryggi að fólk skilji hvað það skrifar undir, öðruvísi verði leiðbeiningaskyldu stjórnvalds ekki framfylgt. Misjafnt sé eftir stofnun hvernig þessari skyldu sé sinnt. Hún segir erfitt fyrir fólk að sanna að það hafi verið beitt blekkingum við undirskrift. Ari Klængur Jónsson verkefnisstjóri fjölmenningasetursins á Ísafirði segir að þörf sé að rannsaka þessi málefni betur. Hann bendir á að athuganir á forsjármálum kvenna sem hingað flytja utan Evrópu til að giftast Íslendingum bendi til þess að þær standi ekki jafnfætis Íslendingum. Þær athuganir þarfnist frekari rannsókna en ef rétt reynist sé það mjörg alvarlegt. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Oft hefur það komið upp að konur af erlendum uppruna hafa verið fengnar til að skrifa upp á skuldaviðurkenningar fyrir eiginmenn sína og vitað er um dæmi þess að þær hafi jafnvel verið blekktar til að afsala sér forsjá barna sinna. Þetta segir lögmaður sem annast hefur mál erlendra kvenna. Samtök kvenna af erlendum uppruna segja að dæmi séu um að konur af erlendum uppruna hafi verið blekktar til afsala sér ýmsum réttindum og jafnvel afsala sér forsjá barna sinna. Sabine Leskopf, varaformaður félagsins, segir brýnt að starfsfólk opinberra stofnanna reyni að fræða þær eftir fremsta megni um réttindi sín og upplýsi þær um hvað þær eru að skrifa undir. Margrét Steinarsdóttir er framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu og starfaði áður sem lögfræðingur Alþjóðahúss. „Það komu allnokkur erindi inn á borð hjá Alþjóðahúsi varðandi það að einstaklingar tóku á sig einhverjar skyldur eða afsöluðu sér réttindinum, af því þeir vissu ekki hvað þeir voru að skrifa undir og þekktu ekki rétt sinn." Margrét segir mikilvægt að opinberar stofnanir tryggi að fólk skilji hvað það skrifar undir, öðruvísi verði leiðbeiningaskyldu stjórnvalds ekki framfylgt. Misjafnt sé eftir stofnun hvernig þessari skyldu sé sinnt. Hún segir erfitt fyrir fólk að sanna að það hafi verið beitt blekkingum við undirskrift. Ari Klængur Jónsson verkefnisstjóri fjölmenningasetursins á Ísafirði segir að þörf sé að rannsaka þessi málefni betur. Hann bendir á að athuganir á forsjármálum kvenna sem hingað flytja utan Evrópu til að giftast Íslendingum bendi til þess að þær standi ekki jafnfætis Íslendingum. Þær athuganir þarfnist frekari rannsókna en ef rétt reynist sé það mjörg alvarlegt.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira