Rangar tölur hjá Pawel Runólfur Ólafsson skrifar 15. janúar 2011 06:00 Það er auðvelt að komast að rangri niðurstöðu með því að nota rangar tölur. Stærðfræðingurinn Pawel Bartoszek fellur í þann pytt í grein í Fréttablaðinu í gær. Þar fullyrðir hann að útgjöld "hins opinbera" af umferð séu töluvert meiri en tekjurnar. Því sé það tóm frekja af FÍB og 18% kosningabærra landsmanna að vera á móti vegatollum. Á síðasta ári voru útgjöld ríkisins til vegamála um 22 milljarðar króna. Tekjur af bílum og bílanotkun voru 42 milljarðar. Stærðfræðingurinn vitnar í Hagstofuna um að útgjöldin hafi verið 39 milljarðar. Þar ber hann saman epli og appelsínur, því að inni í þeirri tölu eru útgjöld sveitarfélaga vegna gatnagerðar. Á móti þeim útgjöldum koma að sjálfsögðu útsvarstekjur og gatnagerðargjöld sveitarfélaganna. Pawel kýs hins vegar að sleppa þeim tekjulið í samanburðinum. Pawel segir að auðvitað vilji fólk "ókeypis" hraðbrautir og þess vegna sé það á móti vegatollum. Þetta er rangt ályktað. Vegakerfið er ekkert ókeypis, bíleigendur og bílnotendur borga tvöfalt til þrefalt meira fyrir að fá að fara ferða sinna en ríkið ver til vegamála. Pawel kallar FÍB sérhagsmunasamtök. Þeir sérhagsmunir sem FÍB sinnir, með 15 þúsund fjölskyldur að baki, snúa að þriðja stærsta útgjaldalið rúmlega 95% íslenskra heimila. Ekki beint "sérhagsmunir" í augum flestra. Gott er þó til þess að vita að Pawel er sammála FÍB um að auðvitað eigi að leita ódýrari lausna til að bæta vegakerfið og auka öryggi vegfarenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Runólfur Ólafsson Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Það er auðvelt að komast að rangri niðurstöðu með því að nota rangar tölur. Stærðfræðingurinn Pawel Bartoszek fellur í þann pytt í grein í Fréttablaðinu í gær. Þar fullyrðir hann að útgjöld "hins opinbera" af umferð séu töluvert meiri en tekjurnar. Því sé það tóm frekja af FÍB og 18% kosningabærra landsmanna að vera á móti vegatollum. Á síðasta ári voru útgjöld ríkisins til vegamála um 22 milljarðar króna. Tekjur af bílum og bílanotkun voru 42 milljarðar. Stærðfræðingurinn vitnar í Hagstofuna um að útgjöldin hafi verið 39 milljarðar. Þar ber hann saman epli og appelsínur, því að inni í þeirri tölu eru útgjöld sveitarfélaga vegna gatnagerðar. Á móti þeim útgjöldum koma að sjálfsögðu útsvarstekjur og gatnagerðargjöld sveitarfélaganna. Pawel kýs hins vegar að sleppa þeim tekjulið í samanburðinum. Pawel segir að auðvitað vilji fólk "ókeypis" hraðbrautir og þess vegna sé það á móti vegatollum. Þetta er rangt ályktað. Vegakerfið er ekkert ókeypis, bíleigendur og bílnotendur borga tvöfalt til þrefalt meira fyrir að fá að fara ferða sinna en ríkið ver til vegamála. Pawel kallar FÍB sérhagsmunasamtök. Þeir sérhagsmunir sem FÍB sinnir, með 15 þúsund fjölskyldur að baki, snúa að þriðja stærsta útgjaldalið rúmlega 95% íslenskra heimila. Ekki beint "sérhagsmunir" í augum flestra. Gott er þó til þess að vita að Pawel er sammála FÍB um að auðvitað eigi að leita ódýrari lausna til að bæta vegakerfið og auka öryggi vegfarenda.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun