Lífið

Rapprisar með plötu

Ný plata með honum og Jay-Z er á leiðinni.
Ný plata með honum og Jay-Z er á leiðinni.
Rapparinn Kanye West segir að ný plata með honum og Jay-Z, Watch The Throne, komi út eftir nokkra daga. West hélt þessu fram í partíi með Jay-Z á nætur­klúbbi í Las Vegas á gamlárskvöld. Í október síðastliðnum sagði West að það myndi ekki fara langur tími í gerð plötunnar. „Við ætlum til suðurhluta Frakklands í lok þessa mánaðar til að taka upp nokkrar hugmyndir. Við klárum plötuna örugglega á einum degi eða eitthvað svoleiðis,“ sagði hann.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.