Innlent

SH: Skora á þingmenn að samþykkja kjarnorkulaust Íslands

Samtök hernaðarandstæðinga vilja að Alþingi bindi í lög fortakslaust bann við umferð kjarnorkuvopna á Íslandi. Í ályktun sem miðstjórn samtakanna sendi frá sér segir að kjarnorkuváin í Fukushima í Japan minnna á hættuna á slysum eða óhöppum sem geta orðið, þá ekki síst kjarnorkukafbáta.

Svo segir í ályktuninni:

„Það er einmitt ekki hvað síst vegna hættunnar á slysum eða óhöppum, sem íslenskir friðarsinnar hafa um árabil barist fyrir því að sett verði bann við umferð og geymslu kjarnorkuvopna í íslenskri landhelgi. Hættan á slysum í kjarnorkukafbátum má vera öllum kunn og óþarft að fjölyrða um hversu alvarlega afleiðingar það hefði ef slíkt óhapp yrði í námunda við landið."

Hér fyrir neðan má lesa ályktun miðstjórnarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×