Innlent

Styttist í að efnahagsbrotadeildir verði sameinaðar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ólafur Þ. Hauksson og Helgi Magnús Gunnarsson.
Ólafur Þ. Hauksson og Helgi Magnús Gunnarsson.
Gerð frumvarps um sameiningu efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra og Sérstaks saksóknara er á lokastigi í innanríkisráðuneytinu, segir Halla Gunnarsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra. Hún segist ekki geta upplýst um það núna hvenær sameiningin mun taka gildi. Þó hefur verið rætt um mitt næsta ár í þessu samhengi.

Búast má við því að þessi mál verði til umræðu á fundi Ríkissaksóknara og Ákærendafélagsins með ákærendum og fulltrúum þeirra sem sinna sakamálum sem haldinn er á morgun.

Á fundinum munu Ólafur Þ. Hauksson, sérstakur saksóknari, og Helgi Magnús Gunnarsson, sem er saksóknari efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, halda erindi. Helgi Magnús er sem kunnugt er í leyfi frá efnahagsbrotadeildinni á meðan hann sinnir störfum fyrir embætti Saksóknara Alþingis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×