Karlpungar Ólafur Þ. Stephensen skrifar 18. nóvember 2011 06:00 Héraðsdómur Reykjaness kvað upp merkilegan dóm fyrr í vikunni yfir fjórum sjómönnum, sem voru fundnir sekir um kynferðislega áreitni gegn 13 ára dreng, syni skipsfélaga þeirra, sem fékk að koma með í túr. Meðal þess sem mennirnir voru sakfelldir fyrir var að „punga“ drenginn (eins og einn þeirra orðaði það sjálfur) þ.e. að veifa kynfærunum framan í hann, halda honum og viðhafa samfarahreyfingar, loka hann inni þar sem verið var að sýna klámmynd og slá hann í rassinn. Sumt af þessu játuðu skipsfélagarnir greiðlega fyrir dómi, en fannst það bara ekkert tiltökumál. Einn þeirra talaði fyrir munn margra þegar hann sagði að „stemningin um borð hafi verið þannig að menn hafi t.d. verið að rasskella hver annan eða þykjast ríða hver öðrum. Munnsöfnuður manna hafi verið grófur og það hafi verið blótað“. Hann var á því að framkoman við drenginn hefði verið „svona væg busun“ eins og hann hefði lent í sjálfur þegar hann kom um borð. Allir voru skipverjarnir á því að andinn um borð hefði verið „fínn“, „léttur og góður“ og „öllu slegið upp í grín“. Með öðrum orðum viðtekin hegðun, enda voru þeir alveg steinhissa á að barninu um borð þætti það ekki í lagi sem því var gert. Athæfi mannanna hefur víða vakið hörð viðbrögð. Nemendafélag Stýrimannaskólans og Skólafélag Vélskólans hafa til dæmis fordæmt það og segja að varast beri að alhæfa um sjómannastéttina af atferli einstakra manna. Það er að sjálfsögðu rétt. Hitt er svo annað mál að „grín“ og „léttur og góður húmor“ af nákvæmlega sama tagi er sums staðar viðtekin hegðun. Kynferðisleg áreitni og einelti af sama toga fær að viðgangast óátalið, einkum og sér í lagi í afmörkuðum hópum karla. Áreitnin beinist gegn kynbræðrum, en fremstir í flokki fara þó yfirleitt þeir sem líka skora hæst í kvenfyrirlitningu. Málið í fiskiskipinu er sérstakt að því leyti að þar níddust fullorðnir karlmenn á barni. Svipaðir atburðir gerast hins vegar í búningsklefum íþróttahúsa, á skólalóðum, á vinnustöðum og jafnvel í busavígslum sumra framhaldsskóla, þar sem birtingarmyndir afbrigðilegrar mannfyrirlitningar fá af einhverjum sökum enn að viðgangast. Sumir halda að þetta sé sjálfsagður hluti af karlahúmor eða karlakúltúr og margir af þeim sem eru fórnarlömb og líður illa vegna framkomu á borð við þá sem tíðkaðist um borð í fiskiskipinu þora ekki að rísa upp gegn henni eða segja frá af því að þeir hafa þá áhyggjur af að vera ekki taldir alvörukarlmenn. Drengurinn sem ekki sætti sig við meðferðina á sér komst hins vegar yfir hræðsluna og sagði frá. Það sýnir meiri karlmennsku en fullorðnu sjómennirnir bjuggu yfir. Að dómur skuli falla yfir gerendunum og að viðbrögð útgerðar skipsins séu eins hörð og raun ber vitni (þeir voru reknir) er vonandi til marks um viðhorfsbreytingu. Boðskapurinn til karlpunga á öllum aldri, sem halda að kynferðisleg áreitni og mannfyrirlitning sé partur af karlakúltúrnum, eru: Hættiði þessu og hagið ykkur eins og menn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun
Héraðsdómur Reykjaness kvað upp merkilegan dóm fyrr í vikunni yfir fjórum sjómönnum, sem voru fundnir sekir um kynferðislega áreitni gegn 13 ára dreng, syni skipsfélaga þeirra, sem fékk að koma með í túr. Meðal þess sem mennirnir voru sakfelldir fyrir var að „punga“ drenginn (eins og einn þeirra orðaði það sjálfur) þ.e. að veifa kynfærunum framan í hann, halda honum og viðhafa samfarahreyfingar, loka hann inni þar sem verið var að sýna klámmynd og slá hann í rassinn. Sumt af þessu játuðu skipsfélagarnir greiðlega fyrir dómi, en fannst það bara ekkert tiltökumál. Einn þeirra talaði fyrir munn margra þegar hann sagði að „stemningin um borð hafi verið þannig að menn hafi t.d. verið að rasskella hver annan eða þykjast ríða hver öðrum. Munnsöfnuður manna hafi verið grófur og það hafi verið blótað“. Hann var á því að framkoman við drenginn hefði verið „svona væg busun“ eins og hann hefði lent í sjálfur þegar hann kom um borð. Allir voru skipverjarnir á því að andinn um borð hefði verið „fínn“, „léttur og góður“ og „öllu slegið upp í grín“. Með öðrum orðum viðtekin hegðun, enda voru þeir alveg steinhissa á að barninu um borð þætti það ekki í lagi sem því var gert. Athæfi mannanna hefur víða vakið hörð viðbrögð. Nemendafélag Stýrimannaskólans og Skólafélag Vélskólans hafa til dæmis fordæmt það og segja að varast beri að alhæfa um sjómannastéttina af atferli einstakra manna. Það er að sjálfsögðu rétt. Hitt er svo annað mál að „grín“ og „léttur og góður húmor“ af nákvæmlega sama tagi er sums staðar viðtekin hegðun. Kynferðisleg áreitni og einelti af sama toga fær að viðgangast óátalið, einkum og sér í lagi í afmörkuðum hópum karla. Áreitnin beinist gegn kynbræðrum, en fremstir í flokki fara þó yfirleitt þeir sem líka skora hæst í kvenfyrirlitningu. Málið í fiskiskipinu er sérstakt að því leyti að þar níddust fullorðnir karlmenn á barni. Svipaðir atburðir gerast hins vegar í búningsklefum íþróttahúsa, á skólalóðum, á vinnustöðum og jafnvel í busavígslum sumra framhaldsskóla, þar sem birtingarmyndir afbrigðilegrar mannfyrirlitningar fá af einhverjum sökum enn að viðgangast. Sumir halda að þetta sé sjálfsagður hluti af karlahúmor eða karlakúltúr og margir af þeim sem eru fórnarlömb og líður illa vegna framkomu á borð við þá sem tíðkaðist um borð í fiskiskipinu þora ekki að rísa upp gegn henni eða segja frá af því að þeir hafa þá áhyggjur af að vera ekki taldir alvörukarlmenn. Drengurinn sem ekki sætti sig við meðferðina á sér komst hins vegar yfir hræðsluna og sagði frá. Það sýnir meiri karlmennsku en fullorðnu sjómennirnir bjuggu yfir. Að dómur skuli falla yfir gerendunum og að viðbrögð útgerðar skipsins séu eins hörð og raun ber vitni (þeir voru reknir) er vonandi til marks um viðhorfsbreytingu. Boðskapurinn til karlpunga á öllum aldri, sem halda að kynferðisleg áreitni og mannfyrirlitning sé partur af karlakúltúrnum, eru: Hættiði þessu og hagið ykkur eins og menn.