Viðskipti erlent

ECB réttir Portúgal tímabundna líflínu

Seðlabanki Evrópu (ECB) rétti Portúgal tímabundna líflínu í dag með því að kaupa portúgölsk ríkisskuldabréf á markaðinum í Evrópu. Þetta hefur Reuters eftir heimildum innan markaðarins.

Reuters hafði eftir háttsettum heimildarmanni á evrusvæðinu í gærdag að Þýskaland, Frakkland og fleiri evruríki beittu Portúgali þrýstingi til að að leita eftir neyðaraðstoð frá ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Portúgalir hafa hinsvegar vísað því á bug að þeir þurfi á neyðaraðstoð að halda.

Vextir á portúgölsk ríkisskuldabréf hækkuðu mikið í síðustu viku en tóku svo að lækka aftur í dag. Miðlarar á skuldabréfamarkaðinum segja að þetta sé vegna inngripa ECB.

"Þeir (ECB) eru að kaup fimm ára bréf og tíu ára bréf og kaupa í raun allt sem fólk vill selja," segir einn miðlarinn í samtali við Reuters.

Annar miðlari segir að svo virðist sem ECB sé einnig að kaupa grísk og írsk ríkisskuldabréf í dag.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×